Júnílífið…

…það var nú ýmislegt í gangi í júnímánuði eins og auðvitað öllum hinum, en við fjölskyldan fögnuðum stórum áfanga og því vert að skella því hérna inn og stikla á stóru…

…ég tók ansi stóra ákvörðun, og deildi henni inni á Instagram, en ákveðið var að fara í frekari þáttagerð núna í ágúst/september, en ég tók þá erfiðu ákvörðun að fresta því fram á næsta ár. Ástæður er margbreytilegar en fyrst og fremst þá ákvað ég að setja sjálfa mig og heilsuna, og fjölskylduna, í fyrsta sæti og var svo heppin að mæta góðum skilningi með það frá samstarfsaðilum…

Ef þið viljið heyra meira um þetta þá er spjallið í Highlights inni á Instagram og heitir: Lífið update!

…stundum var bara verið að slappa af og njóta, við uppgvötuðum t.d. Brasserie Kársnes í Kópavogi…

…dóttirin hélt áfram að blómastra á hestbaki, og tók þátt í mótum á hestinum Herði…

…við fórum í sérlega glæsilega fermingarveislu að Friðheimum, í dásamlegu veðri…

…og ég fór með Molann í göngutúra, eða hann með mig, um nesið okkar…

…hann er töluvert meira að þefa samt en ég…

…elsku sonurinn kláraði 6.bekk og stóð sig vel eins og alltaf…

…og dóttirin átti sína stóru stund og útskrifaðist úr grunnskóla. Þá er bara að sætta sig við þá staðreynd að eiga barn í menntaskóla næsta vetur…

…við erum alveg hreint afskaplega stolt af þessari yndislegur stelpu okkar…

…og af þeim báðum bara, þvílík lukku í lífinu að fá að fylgja þessum tveimur…

…eins og sést þá er dóttirin löngu vaxin móður sinni yfir höfuð, og þess ber að geta að ég er í hælaskóm á þessari mynd, en ekki hún 🙂

…maður er víst að verða áberandi minnstur…

…og auðvitað Molinn okkar með…

…hér eru síðan saman – myndin sem ég tók af henni þegar hún lauk 1.bekk og svo við lok 10.bekkjar – það sem tíminn hefur rúllað hratt áfram…

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *