…því verður ekki neitað að það eru gífurlega margir aðdáendur Múmínálfanna hérna á landi. Bollarnir eru að koma út nokkrir á ári og hvert sinn hlaupa til hjarðir af æstum aðdáendum. Einnig er Múmínsafnarahópur inni á Facebook þar sem má fylgjast með gömlum og sjaldgæfum bollum seljast fyrir oft háar upphæðir – smella til að skoða!
Í Húsgagnahöllinni fæst mikið af Múmínvörunum, sem og auðvitað öðru frá Iittala og ég var að reka augun í að þau eru komin með sinn eigin Múmínpóstlista, sniðugt, og mig langaði að segja ykkur frá honum og sýna ykkur nokkrar fallegar myndir í leiðinni!
Byrjum Múmínpóstlistanum, en það er einfalt að vera með – þið bara skráið nafn og netfang – og þá fáið þið sendar fréttir þegar nýjar vörur bætast við og hugsanlega líka afsláttarkóða við og við!
Smellið hér til þess að skrá ykkur á póstlista!
Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.
Skáletraðir textar og myndir frá Ásbirni Ólafssyni Heildverslun!
Nýjasti bollinn er þessi hér – smella hér til að skoða!
Myndskreytingin á sumarkrúsinni sameinar teikningar úr þremur
mismunandi teiknimyndasögum frá árunum 1957, 1958 og 1959.
Múmínálfarnir búa nálægt sjónum og við hliðina á húsinu þeirra
rennur lítil á. Þeir veiða bæði í sjó og í ánni og þá sérstaklega
Snúður sem býr í tjaldi við ána. Hann lifir að miklu leyti á fiskinum
sem hann veiðir sjálfur en Snúður grillar fiskinn oftast við
varðeldinn.
Veiðar voru líka mikilvægar fyrir Tove Jansson sjálfa, sem bjó
hálft árið á lítilli eyju í ysta eyjaklasanum í Finnlandi með
sambýliskonu sinni Tuulikki Pietilä. Þar þurftu þær að veiða sér að
miklu leiti til matar sjálfar. Netaveiðar, stangveiðar og snöruveiðar
koma oft fram í Múmínsögum Jansson, bæði í skáldsögunum og í
teiknimyndasögum.
..en svo er alveg endalaust til af fallegum bollum!
…glösin er líka einstaklega falleg og skemmtileg viðbót:
Moomin glösin frá Arabia sýna glaðlegar teikningar Tove Slotte af kunnuglegum karakterum úr Múmíndal. Múmínsnáðinn, Snorkstelpan, Mía litla, Múmínmamma, Múmínpabbi og Forfaðirinn leika sér í vatni, hver á sína vegu. Glösin eru hönnuð og framleidd í Finnlandi og henta vel fyrir börn á öllum aldri.
Glösin eru sérstaklega handhæg fyrir litlar hendur, en nýju glösin eru nettari en þau sem fyrir eru. Einnig er þyngdarpunktur glassins í botninum svo drykkurinn ætti síður að hellast niður. Glösin eru 22 cl, staflanleg og má þvo í uppþvottavél.
…ég hef líka einstaklega gaman af því að sjá mismunandi myndatökurnar fyrir hverja nýja útgáfu og hversu mikil alúð er sett í þetta…
…svo ótrúlega fallegar og draumkenndar myndir…
Smella hér til að skoða allar Múmínvörurnar í Húsgagnahöllinni!
…og sjáið bara hvað þetta er sérlega glaðlegt og skemmtilegt!
Vona að þið eigið yndislega helgi framundan ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.