Litla Hönnunar Búðin…

…það má nú finna margar perlurnar í Hafnarfirðinum og í Strandgötu 19 má finna eina slíka: Litla Hönnunar Búðin. Hún Sigga Magga rekur þessa litlu og fallegu verslun sem er alveg uppfull af skemmtilegri og sérstakri hönnun sem er gaman að safna sér eða gefa öðrum. Eins og hún segir sjálf:

Því að reka litla verslun er hugsjónarstarf, frábært að geta borgað laun, en ekki mikið meira en það, og veistu það nægir mér, að fá að taka þátt í samfélaginu og litlum bæ og geta boðið uppá eitthvað nýtt og skemmtilegt,gamalt og dásamlegt og kynnt ykkur fyrir svo mörgum flottum og fallegum listamönnum og hönnuðum er alveg nóg fyrir mig, ég elska það að finna nýja og skemmtilegar vörur og hönnuði og kynna fyrir viðskiptavinunum. Ég er svo alltaf jafn fáránlega ánægð með þau ykkar sem versla alltaf við mig, koma sérferð alla leið niðrí búð til að kaupa eitt kort ❤ ég elska það, bara um helgina komu tveir svoleiðis ❤
Við erum td byrjuð að hafa opið á sunnudögum til að auka þjónustuna.

…þetta er líka svona verslun sem þú þarft að gefa þér smá tíma til þess að dvelja inn, að skoða og spá og finna það sem er að heilla – og það er alveg pottþétt eitthvað sem verður að heilla!

Litla Hönnunar Búðin – vefverslun
Litla Hönnunar Búðin – Facebook

Shake it Baby eru t.d alveg ferlega skemmtilegar “snow globes” með alls konar þekktum einstaklingum, myndum eða bara skemmtilegum frösum innan í og kortin eru líka svo flott!

Smella hér til að skoða!

…spörfuglarnir dásamlegu eru handgerðir í Hafnarfirðinum af hónum Guðlaugi, en hann er með vinnustofuna sína í firðinum…

Smella hér fyrir fuglana hans Guðlaugs!

…sjálf er ég að vona að rjúpurnar komi aftur, því mig langar þvílíkt í par…

Rjúpa stór

…sérstaklega fallegar skálarnar fá henni Eddu Vigfúsdóttur, sem er með Gára handverk

…það er líka mikið úrval af fallegum veggmynfum, bæði eftir íslenska og erlenda listamenn…

…eins og t.d. myndirnar hennar Silju Hendriks, en þetta eru númeraðar eftirprentanir af handteiknuðum myndum sem koma í 20 stk upplagi…

Smella hér til að skoða!

No photo description available.

…og svo eru myndir sem koma í skemmtilegum pappahólkum sem eru skemmtilegir til gjafa, það er gaman að skreyta þá með t.d. lifandi blómum…

…”Prúðar og fallegar dömur eru elsku Toddurnar eftir hana Björgu okkar ❤ Handsaumaðar úr afgangsefnum og afgangsfeldum sem fellur til og Björg nýtir á þennan skemmtilega öðruvísi máta. Þær eru fínasta sófaprýði, fallegar á vegg eða uppí hillu ❤

…Hágæða listaverkaeftirprent af verkinu Loren Í Highlight seríunni  eftir Sigrúnu Rós – árituð af listamanninum.

Smella til að skoða!

Díönu Margréti Hrafnsdóttur er margt til lista lagt en eitt af því eru einmitt krumlurnar hennar sem eru unnar úr leir og loks ragú brenndar. Krumlurnar eru hvortveggja skúlptur eða kertastjaki ❤

…Plaköt í barnaherbergið frá AMIKAT, og dásamleg kort og lítið skart – svo fallegt…

Panda

…þetta er sko alvöru nammibúð…

…þarna sjáið þið ma. Vaðfuglana fögru eftir Sigurjón Pálsson

Smella hér til að skoða!

…dásamlegu kertin frá URÐ eru fyrir löngu orðin klassísk…

Smella hér til skoða!

…þessi hérna voru mikið að heilla, en þetta eru litlu Kertahúsin.

Kertahúsið er hugarfóstur hjónanna Gunnars Inga Hrafnssonar og Sædísar Ólafar Þórsdóttur, búsett á Vestfjörðum á Suðureyri.

Kertahúsið framleiðir allskyns kerti, hefðbundin sem óhefðbundin. Fyrsta vörulína kertahússins er afsteypur af íslenskum byggingum, byggingar sem vekja góða minningar, nostalgíu, hafa mikla sögu eða eru sérstakur arkítektúr.

Flestar byggingarnar eru af Vestfjörðum, þaðan sem Kertahúsið er staðsett, en líka vegna þess að Ísafjörður á sér langa og merkilega Arkítektúr sögu og því nokkrar byggingar þaðan núþegar í boði og von á fleirum.

…umbúðirnar eru dásamlegar og hér sjáið þið t.d. Hljómskálann, bæði lítinn og stórann…

Smella til að skoða!

…marmarastjakarnir/vasarnir frá Fólk eru alveg einstaklega gordjöss…

Lifandi hlutir eru margnota vasar og kertastjakar úr náttúrulegu hráefni; marmara og látúni.

Abstrakt hlutur með fleiri en einn notkunarmöguleika var upphaflega það verkefni sem hönnuðinum Ólínu Rögnudóttur var falið og útkoman hefur slegið í gegn hérlendis.

Smella hér til að skoða…

Theodóra Alfreðsdóttir hannaði þetta einstaka ljós…

Smella til að skoða meira!

…kertin ”Elska þig” með Clean cotton ilmi – kertin ”Ditto” með French lavender lykt. Kertin eru gerð fyrir litlu hönnunarbúðina eftir Aria Bella Candles, brennslutími 24-30 klukkustund…

Guðrún Lár myndlistarkona og fagurkeri gerir þessa ótrúlega fallegi kroppavasa og fleira fallegt til heimilisins sem má sjá smá brot hér og fleira til í búðinni og enn meira á leiðinni 🖤

…”Jöklakertin” eru einstaklega falleg, þau minna mann helst á Jökulsárlón og ég er eiginlega að sjá þau fyrir mér á glerbakka til þess að ýkja enn frekar jöklafílinginn…

…vil líka sérstaklega benda ykkur á að það er mikið af fallegu skarti í versluninni, bæði fyrir dömur og herra…

…í því tilfelli er sjón sögu ríkar og ég mæli að skoða vel á netinu:
Smella hér!

…þessi SpeglaÚLFUR passar uppá alla veggi ❤

Smella til að skoða meira!

…kerti í bolla frá Wildflower sem fær svo framhaldslíf sem dásamlegur kaffi eða tebolli…

Smella til að skoða!

“Moment kertastjaki eftir Önnu Þórunni. Þessi jarðbundni einstaki kertastjaki gefur nánd og hlýju og er til að minna okkur á það að NÚNA/ÞETTA MOMENT er það sem við eigum.
Stjakinn kemur í þrem litum, hvítum með speklum, beis með speklum og svartur með speklum”…

Smella til að skoða meira!

Dagatal – plakat – plakat

@elvar.gunnarsson@siggamagga@pastelpaper_insta

…svo er það bara málið, að fyrir þann sem á allt – þá eru skemmtilegir sokkar snilldargjöf – allir nota sokka á einhverjum tímapunkti ekki satt…

No photo description available.

Smella til að skoða!

…við þekkjum auðvitað flest fallegu vörurnar hennar Ingibjargar Hönnu, Ihanna, og þær fást einmitt þarna – algjörlega orðin klassísk íslensk hönnunarvara…

Rendur, Sænguver 200x220 Grey
May be an image of bedroom

Smella til að skoða IHANNA HOME!

Forest gjafasett

…furðufiskarnir frá Lóu Fóu eru alveg einstaklega skemmtilegir, svo ólíkir og fallegir…

Smella til að skoða!

…svo var það þessi órói, mér fannst hann alveg einstaklega heillandi og fagur – ekki sammála?

…Sigga Magga hefur verið mjög hreinskilin um hversu erfiður reksturinn er búin að vera undanfarin ár (sjá hér – smella), svona í öllu þessu Covid-pakka, og er því núna með tilboð í gangi:

Við ætlum að selja 10.000kr gjafabréf á 8.000kr stk, þeir sem versla 5x gjafabréf fá ÚLFUR bol að eigin vali(nýjir bolir í framleiðslu) og þeir sem versla 10x gjafabréf fá ÚLFUR hettupeysu (á leið í framleiðslu). Margt smátt gerir eitt stórt og margar hendur vinna létt verk, svo endilega sendið vinum ykkar þennan póst og biðjið þá um að deila áfram og þeir sem þekkja td til í fyrirtækjum að senda á þá sem sjá td um jólagjafir fyrirtækjanna ❤

ENDILEGA HJÁLPIÐ MÉR að deila gleðinni úr búðinni, seigja öðrum frá, munið eftir búðinni er þið þurfið að fara í afmæli, kaupið gjafabréf eða deilið póstunum okkar, allt þetta litla skiptir sköpum í rekstrinum mínum og þessi hjálp ykkar vegur þungt á vogaskálarnar.
❤ Takk fyrir að hlusta ❤
ykkar Sigga Magga

….ég vona að þessi póstur verði ykkur hvatning til þess að kíkja í Strandgötuna, eða í netverslunina, og njóta þess að skoða þessa dásemdarperlu sem Litla Hönnunar Búðin er. Svona litlar sérstakar búðir skipta máli og við værum töluvert fátækar ef þeirra nyti ekki við ❤

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥
Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *