…eða öllu heldur netsprengja er í vefverslun Rúmfó í allan dag sem þýðir að hægt er að versla það sem heillar með 20% afslætti. Ég ákvað að horfa á sumarið og setja saman nokkra uppáhaldshluti til þess kannski að gefa ykkur smá innblástur…
Smella til þess að fara beint á heimasíðu Rúmfatalagersins!
Það er möst að eiga legubekk, og kosturinn við þennan, að það þarf ekki skella pullu á hann til þess að það sé þægilegt að leggjast á hann.
Ég var heillengi að sætta mig við plastpottana, þrátt fyrir að þeir séu fallegir, þá fannst mér alltaf svo flott að nota steyptu pottana sem hafa verið svo lengi til. Síðan gerði ég þá einföldu uppgvötun að ég get loftað þessum pottum með mold og blómi, og færi til að vild – núna elska ég þá 🙂
Smella til að skoða blómapotta!
Ég verð líka að benda sérstaklega á þetta sett, finnst þeir æði!
Þetta hérna útisett finnst mér alveg draumur, og þar sem þetta er ljósaútgáfan af settinu mínu, þá get ég lofað ykkur að þetta er ofur þægilegt að sitja í!
Snilldin við þessa nýju útgáfu er að borðið er hækkanlegt, þannig að það er hægt að borða við það líka.
Þessir tveir eru svo hrikalega flottir, og alls ekki bara úti.
Þessir stólar eru í uppáhaldi hjá mér, svo miklu að ég var að kaupa mér tvo svona og finnst þeir gordjöss.
Hér er reyndar er svo hin útgáfan og þið sjáið bara hvað þetta kemur flott út við borð – létt og fallegt.
Ég er búin að vera með hengirúm á pallinum síðan ég bara eignaðist hann, og þetta er hreint dásamlegt til þess að slappa af í – þetta hér er líka einstaklega fallegt með kögrinu.
Útimotta sem getur staðið af sér öll veður – mjög flott!
Hvað er svo betra en að hafa einn ofur svalan Búdda á svölunum sem er með gutlandi vatn allan daginn – bara notó!
Það er alltaf að aukast að setja líka ljósaseríur á pallana eða útisvæðin – þessar eru svo flottar!
Þetta er líka í uppáhaldi af nýja sumardótinu, en þetta eru svona nestisteppi, fyrir pikknikkið. Sniðugt til þess að hafa t.d. bara í bílnum.
Svo er auðvitað alveg nauðsynlegt að eiga netistösku, bara spurning hvort að þið viljið kælitösku eða bara fallega úr basti – báðar bjútífúl!
Þessi gæti verið úti en jafnframt inni, mest af öllu er hann bara afsaklega töff!
Svo þarf kózýpúða, og þessir fiðurpúðar eru svo tímalausir og þægilegir!
Eitt af mínu uppáhalds í nýja sumardótinu eru útieldstæðin, sem koma í tveimur stærðum!
Svo væri snilld að kaupa bara svona sófaborð með og skella yfir eldstæðið þegar það er ekki í notkun!
…vona að þið hafið haft gaman að ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥