…svona af því að útsölurnar eru að byrja þá er ekki úr vegi að gera sér ferð og skoða hvað er boði. Satt best að segja þá er búin alveg stútfull af alls konar fallegu góssi, bæði stóru og smáu og ég fann mjög margt sem ég þyrfti bráðnauðsynlega að eiga töluvert stærra hús til þess að koma fyrir. En kíkjum á þetta saman og athugið að myndirnar eru teknar í versluninni á Smáratorginu.
Þessi er einhver massífasti sjónvarpssófi sem ég hef séð, tvær tungur – önnur extra breið en hin extra löng, liturinn felur endalaust af syndum, full af púðum og svo auka hauspúðar sem hægt er að bæta við.
Takið síðan eftir hvað guli liturinn gerir mikið með – hann er að poppa þetta upp…
Smella til að skoða Mega u-sófa…
…ég er svo ástfangin af þessum vasa, svo gordjöss – og með þessum orange litum – alveg hreint fullkomið…
…þessi sófi er líka einstaklega fallegur…
…þessi sófi finnst mér mjög svo stílhreinn og fallegur, og snilld þessi skemill sem er hægt að nota sem auka tungu, eða bara sem sófaborð…
Smella fyrir Fairfield stófa og skemla…
…þessi er alltaf jafn fallegur, og mér finnst fæturnir snilld, stílhreinir og auðvelt að ryksuga undir – það skiptir máli 🙂
Smella til að skoða Houston sófa….
…annars var þessi græni að trylla mig pínulítið mikið – hann er alveg æðislegur…
…og fyrir þá sem vilja svona grábrúnt, þá er það þessi hér…
…það er líka vert að benda á vefverslunina fyrir ykkur sem eruð ekki á höfuðborgarsvæðinu:
…guli liturinn er að gera svo góða hluti – smella hér fyrir bekkina!
….það má sem sé alltaf bæta við bekkjum…
…svo er möst að horfa á veggina, því það er einstaklega mikið af fallegum vegghillum til þarna…
…ég er enn að hugsa um þetta hjólaborð – mér finnst það alveg geggjað. Væri hægt að hafa úti á palli og svo bara inni í eldhúsi eða nota sem hliðarborð yfir veturinn…
…nei hættu alveg, þvílíka krúttið…
…glerskápur og bastkörfur, ég bið ekki um meir…
…mjög svo töff grúbba af borðum….
…lampar og steyptir vasar, alveg hreint hrikalega flott…
…hér sjáið þið líka hvað minni útgáfan af lömpunum er falleg sem náttborðslampar…
…meira af flottum hjólaborðum…
…veggnáttborð, draumur ryksugarans 🙂
…uppáhalds velúrgaflarnir eru á útsölunni líka!
…stílhreinir svefnsófar, og fallegir litir…
…þessar skúffur finnst mér alltaf jafn fallegar, töff og öðruvísi…
…rifluðu skemlarnir eru líka í uppáhaldi…
…svo flottir nýjir hægindastólar…
…þessar hringhillur eru í uppáhaldi…
…kózý svefnsófar…
…æðislegt upphengi, væri hægt að nýta í forstofu eða bara í svefnherbergi, jafnvel í unglingaherbergið…
…þessi körfuborð eru alltaf sniðug, og flott…
…truflaðir pottar, inni eða úti…
…einstaklega fallegar uppstillingar í búðinni…
…þessi stóll var alveg að trylla mig, svo flottur!
…þessi arinhilla var alveg að skora hátt hjá mér, svo flott…
…mikið af fallegum púðum, litskrúðugum og einlitum…
…þessi strá eru alveg hreint æðisleg og svo falleg við hvíta litinn og þetta gyllta…
…en svo er við komin í alveg bleikan og rústrauðan draum hér…
…svo fallegar húsluktir, geggjaðar á pallinn…
…ég er líka alltaf ánægð með smávöruna í Dorma, en hún er mjög fjölbreytt og skemmtileg…
…dásamlegur þessi…
…vona að þið eigið yndislegan laugardag og Hvítasunnuhelgi framundan,
og farið varlega ef þið eruð á faraldsfæti ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!