Sumarblómin…

…eru komin í Samasem og eru falleg að vanda. Sjálfri finnst mér æðislegt að fá mér svona bland í poka og njóta þess að vera með þau hér og þar, svona næstum eins og afskorin blóm í vasa. Þar sem ég veit að þið komið til með að spyrja, þá er Samasem staðsett á Grensásvegi 22, og það mega allir versla þarna inni. Opið á sunnudögum líka núna í júní…

#samstarf

…ég er ekkert sérstaklega fastheldin á þau blóm sem ég vel, nema bara að velja það sem mér þykir fallegt og er að gleðja augun…

…og það er sko nóg úrval af alls konar fallegu til…

…dásamlegar hortensíur og ólífutré…

…mæli líka alltaf með að skoða afskornu blómin, en núna eru t.d. bóndarósir í “high season” og þær eru guðdómlegar…

…hér sést svo það sem kom með mér heim, en ég valdi mér tvo Sýprusa, en ég hef þá alltaf í blómapottum við útihurðina og hef þurft að skipta ca annað hvert ár…

…valdi líka tvær dásamlega fallegar lyngrósir í hvítu og svo bland í poka…

…ég gerði nýja uppgvötun í ár, en ég á þessa plastmottu sem ég nota stundum úti yfir sumartímann, og það er alveg upplagt að vera á henni og umpotta. Svo er bara hægt að hrista af henni og skola ef þar…

…finnst líka mjög þægilegt að raða þessus svona saman áður en ég umpotta, bara til þess að ákveða hvað mér finnst fallegt saman…

…og svo líka bara til þess að ákvarða hvað þetta þarf ca mikið pláss…

…litli kúlu sýprusinn sem sést í baksýn er frá því í fyrra, og ég bæti bara hvítum sumarblómum með – svo er einfalt að skipta þeim út fyrir t.d. erikur þegar hausta tekur. Lyngrósirnar fóru svo saman í eitt ker – og eru alveg dásamlegar…

…og þið sjáið hérna muninn á fyrir og eftir – en þeir voru orðnir ansi þreyttir þessir tveir við útihurðina…

…stundum hef ég sett hangandi blóm með, eins og t.d. Snædrífu en í ár fengu þeir að standa bara einir og óstuddir, en með smá hjálp frá Mola auðvitað…

…svo þykir mér alltaf fallegt að gera bara litlar samplantanir, bara passa að hafa pláss svo þær geti vaxað og dafnað og dreift úr sér…

…þessir litlu lyklar þykja mér alveg einstaklega fallegir – svo fínleg blómin…

…en það sem skiptir nú alltaf mestu máli er að finna það sem þér þykir sem fallegast í þessu sem og öðru!

Vil líka benda á að Samasem er með gjafaleik í gangi á Instagram þar sem er hægt að vinna alveg undursamlegar hortensíur – smella hér til að taka þátt!

Njótið dagsins! ♥ ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥
Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *