…þegar við keyptum húsið okkar 2007 þá versluðum við okkur þetta hérna sett fyrir utan eldhúsgluggann sumarið eftir. Þar er það því búið að standa seinustu 14 árin. Búið að þjóna okkur mjög vel, við gerðum því til góða 2015 – tókum smá svona meikóver á því (smella hér). En nú var komið að því að leiðir skildu – sem sé leiðir okkar og settsins…
…og sjáið bara – ohhhhhh það sem ég er að elska þetta! ♥
…borðið er mig búið að dreyma um frá því seinasta sumar. En það fæst í Húsgagnahöllinni og er frá danska merkinu Broste, sem ég hef elskað í möööörg ár – frá því ég vann fyrir heilsöluna sem flutti inn vörurnar 2002. Þetta er svona fiberborð, en með þessari geggjuðu steypuáferð – úfff það sem ég elska það…
…ég vildi líka fá einhverja svona létta stóla við, en endilega smá svona bastfíling líka, og þessir stólar frá Rúmfó fannst mér alveg geggjaðir við…
…og svo þegar þetta kemur allt saman, stólarnir og borðið, geggjuð útimotta frá Húsgagnahöllinni og síðan sólin að skína í gegnum trén og myndar þessa skugga á borðinu – þá bara gæti ég ekki verið kátari…
…ákvað að halda bekkinum okkar með, í það minnsta í bili, og svo er bara að skreyta og njóta…
….og eins og þið sjáið þá er sko hægt að leika sér með að skreyta þetta….
…ég stillti upp á borðinu Medusa-stellinu frá Húsgagnahöllinni, sem er svona plastútistell og gæti bara vart verið mikið fegurra. Sömuleiðis eru glösin og púðar og aðrir skrautmunir úr Höllinni…
Athugið að allar sumarvörurnar eru á útsölu í Húsgagnahöllinni núna!
…ef þið viljið skoða þetta fallega stell – þá smellið þið hér!
…glösin og kannan er líka úr PBA-lausu plasti, en þrátt fyrir að þetta séu plastglös þá eru þau svo einstaklega falleg og ég tala nú ekki um þegar að sólin skín á þau – þau hreinlega sindra…
Smella hér til þess að skoða glös og könnur!
…það er líka extra næs að vera með diskamotturnar á svona “steyptri” borðplötu, það kemur svo fallega út…
…og svo hef ég alltaf sérstakt dálæti á svona skuggum og sól í bland – það gerir bara allt fallegra…
…gott að minnast á það að vasinn er einmitt líka úr Húsgagnahöllinni…
…þið sjáið bara að sólin er ánægð með þetta…
…ég er líka svo ótrúlega þakklát fyrir sólina og allt þetta græna alls staðar í kringum okkur – trén og blómin og bara sumarið sem er komið…
…og svo er það bara að búa sér til griðastað, hvort sem það er á svölum eða í garðinum eða bara hvar sem þið eigið afdrep til þess að vera og njóta ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!