…og fór inn í Smáratorgið og ætlaði að taka bara nokkrar myndir, en það var svo margt fallegt sem bar fyrir augun að þetta varð óvart alveg risapóstur. Þannig að það er bara best að byrja þetta…
…ótrúlega margt fallegt fyrir garðinn/pallinn/svalirnar. Blómapottar og bara alls konar fallegt skraut. Þessi Búddah er alveg einstaklega flottur, og blómapottarnir eru æði – sérstaklega hrifin af svona pörum…
…nauðsynlegt að vera með mjúkar sessur undir rassinn, og það eru komnir alls konar fallegir litir og mynstur – svona til þess að poppa upp á litaþemað…
…svo er gott að hafa það í huga að það eru alls konar falleg gerviblóm til, fyrir ykkur sem nennið ekki að hlaupa um með vökvakönnuna í sumar…
…fátt sem segir meira sumar en bastið, og þessi taska – hún ætti nánast að vera skyldueign…
….svo er líka svo margt sem gæti verið æðislegt úti, en passar alveg jafnvel bara inni við…
…hversu krúttleg eru þessi litlu kerti…
…þessi vasi er algjörlega einn af mínum uppáhalds…
…luktar eru æðislegar á pallinn, og stundum er hægt að leika sér með þær smá extra – sjá hér…
…og það er ótrúlega mikið af alls konar fallegri smávöru…
…ótrúlega kózý þetta, best að skríða bara beint uppí…
…var ég búin að segja hvað ég elska mikið bastið – og þessi vasi, jömmí…
…svo er mikið af fallegu inn á baðherbergið…
…þessi lína var svoldið mikið að heilla – diskarnir eru líka æðislegir bara fyrir skartið og smálegt…
…geggjað fyrir strandþemað, eða bara smá svona fílingur…
…svo voru þessar mottur að heilla mig alveg. Baðmottur, sem mig langaði eiginlega bara að taka og breyta í púða…
…og eins og alltaf, þá eru til ótrúlega margir litir í handklæðum – það er alltaf hægt að finna þemalit á baðið þarna…
…þvottur er eitthvað sem flestir tuða yfir reglulega, en verður eflaust bærilegri í fallegri þvottakörfu…
…það besta við smávöruna á baðherbergið er að það eru svo margir stílar, litir og týpur til – er alveg að fíla það…
…og svo, eins og alltaf, alls konar skemmtilegar mottur…
…mikið af flottum sófaborðum, og sérstaklega mörg sem eru svona 2 saman í setti – það er alltaf extra næs…
…þessir stólar eru að smokra sig upp vinsældalistann hjá mér – notaði þá einmitt í rýmið fyrir Einstök börn (smella hér)…
…tvennt sem greip augu mín – þessi fataskápur, skemmtilega rustic og töff svona viðarlitur og svartur. Svo þessir fallegu skóskápar, ferlega fallegir…
Fataskápur – smella hér!
Skóskápar – smella hér!
…elska þetta kombó, létt og ljóst – svo fallegt…
Smella fyrir borð!
Smella fyrir stóla!
…eitthvað fyrir alla, tvö ólík kombó en bæði flott…
…endum þetta svo svoldið svona bleikt og bjútífúl…
…algjörlega geggjuð uppstilling og fallegar vörur, sjáið bara þessi gordjöss gerviblóm og greinar…
Það er líka afsláttur af öllum gerviblómum og skrautgreinum núna yfir helgina – smella hér!
…vona að þið hafið haft gaman að, og segi bara njótið helgarinnar! ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥