…ég var að njóta þess að það var orðið áliðið en samt svona bjart úti – en það sem mig bráðvantar orðið er að sjá trén fyrir utan grænka…
…þetta er allt frekar berangurslegt ennþá…
…nema náttúrulega hérna inni, það er sjaldan berangurslegt hér inni víst 😀
…en þessi stóri eldhúsgluggi, hann er líka ein af ástæðunum fyrir að við féllum fyrir húsinu á sínum tíma…
…elska svo að vera með smá blóm inn í helgina, hér er t.d. dásamlegt brúðarslör frá Samasem…
…það er svo fallegt að vera bara með eitthvað svona einfalt og fallegt í vasa…
…og vasinn fallegi undir brúðarslörinu er frá Dorma…
…á eyjunni eru fallegu stjakarnir mínir frá Myrkstore og svarti bakkinn er líka þaðan, svo finnst mér alltaf smá fallegt að setja t.d. bara diska undir glerkúpulinn…
…annars eru þetta bara almennt nytjahlutir, salt og sleifar og slíkt…
…ég tók bekkinn okkar og færði við hinn endann á borðinu okkar og er að fíla svo vel að hafa þetta meira “opið” – svona litlar einfaldar breytingar geta gert svo mikið…
…ég er með fallegu bakkana frá Húsgagnahöllinni á borðinu…
…og kertin sem ég fékk mér loks í Vigt, ásamt smá brúðarslöri í vasa…
… Moli er ekki eins ánægður og ég með breytinguna á staðsetningu bekkjarins, þar sem honum finnst hann ekki alveg ná að sníkja nógu vel…
…og svo bara til þess að sýna ykkur hvað ég fullnýti blómin…
…þá eru allra mynstu greinarnar sem brotnuðu af og svona, settar hér í könnu…
…smá í könnu, olía og orkídea…
…og lítum svona aðeins í hina áttina í eldhúsinu…
…þar sem að hvíti liturinn heldur áfram að ráða ríkjum…
…lítill og ljúfur póstur á föstudegi. Þið getið séð eldri póst um eldhúsið hér:
Eldhúspóstar
Vona að þið eigið ljúfan dag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥