…um seinustu helgi keyrðum við suður með sjó, og þá ákvað ég að detta inn í Verzlunarfélagið sem er í Reykjanesbæ (Keflavík), eða nánara sagt í Hafnargötu 54. Mikið ótrúlega var ég nú ánægð með þessa hugmynd mína, því ég held að ég hafi bara verið að finna eina af nýju uppáhalds búðunum mínum. Þessi perla er geggjuð!
Verzlunarfélagið – heimasíða!
Verzlunarfélagið – Instagram!
Verzlunarfélagið – Facebook!
…það er nefnilega bara langt síðan að ég hef gengið inn í búð og langað í jafn mikið, helst allt í einu 😀
…held að þessir hafi verið fyrstir til þess að stoppa mig. Mér finnst þetta dásamlegir bollar og litlar könnur, endalaust fallegt og allt handgert þannig að það er enginn alveg eins…
…svo er líka til svona líka fallegar servéttur með…
…og svo þessir bollar með svarta mynstrinu, svo töff!
…það er líka geggjuð eldhúsdeild…
…þessar hérna tróna á óskalistanum mínum, vandamálið var að ég gat ekki valið á milli viðar- eða svartrar skálar…
…önnur skál sem var að heilla, þessi hérna minni svarta…
…þetta var líka uppáhalds, þessi fallega hvíta kanna, og þessi krukka fyrir salt og pipar…
…alveg hreint ferlega smart, ekta til þess að hafa við eldavélina…
…það er líka alveg unaður að horfa í kringum sig þarna inni…
…fallegir snagar og þessi karfa, og svo þessar grófu hillur – love it…
…fyrir konu með púða og teppablæti þá átti ég smá erfitt með mig þarna. Teppin eru geggjuð, unnin úr endurunnum efnum í stærðinni 130×170 og kosta bara rétt um 5 þús…
…svo eru líka til stór hjónarúmteppi og þessir fallegu púðar, með fyllingu…
…það er eins gott að hafa tímann fyrir sér til þess að ná að njóta þess að skoða allt…
…það er líka svo mikið af svona einstökum hlutum þarna…
…ég tapaði mér alveg yfir þessum álveggpottum, og svo voru líka æðislegir úr leir…
…svo flott gólfstandpottar, og þessir hérna hægra megin, þeir eru með langri leðuról þannig að hægt er að hengja þá upp…
…sjáið þessa fegurð, þetta eru allt gerviblóm sem endast að eilífu, amen…
…hversu dásamlegur er þessi veggdiskur…
…það er alltaf fallegt að stilla upp undir glerkúplum…
…ef þið horfið á vegginn hvað grípur athyglina?
…fyrir mig eru það þessir gylltu veggstjakar, en svo er líka til einfaldari fyrir þá sem það vilja…
…mjög mikið af sérlega fallegum vösum til…
…svo er bara svo mikið af skemmtilegu “öðruvísi” munum, þið sjáið t.d. geymslubækurnar sem eru snilld fyrir fjarstýringararn, aparnir líka flottir – bara svo margt fallegt…
…gyllta veggskrautið er alveg ótrúlega töff…
…þessir gylltu bakkar á fæti eru alveg draumur…
…dásamlegur snúningsmarmaradiskur…
…fallegar hreinsivörur og líka sjampó og alls konar spennandi…
…snilldarkarfa til þess að vera með hreinsidótið í…
…eitt af því sem ég er búin að vera að hugsa um síðan ég var í búðinni er þessi dásamlegi hvíti vasi, vá hvað mér finnst hann flottur – sama má segja um tréskálarnar…
…ýmislegt annað sem var að heilla, ilmkertin í þessum fallegu krukkum og svo þessi gordjöss snyrtiveski…
…úffffff þessi spegill ♥♥
…fallegar glerkrukkur, maður getur aldrei átt nógu margar er það nokkuð?
…meiri marmarafegurð, en þessi á tveimur hæðum! ♥
…ráðlegg ykkur eindregið að fara í leiðangur og njóta þess að skoða þessa yndislegu verslun. Eins er heimasíðan mjög góð og vel þess virði að skoða hana:
Verzlunarfélagið – heimasíða!
Ef þið eruð eins og ég, og hafið gaman að fallegum hlutum,
þá má Verzlunarfélagið ekki fram hjá ykkur fara ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur! ♥