……sem er alltaf ein af mínum uppáhalds helgarferðum. Markaðurinn hennar Kristbjargar er í bílskúrnum þeirra á Heiðarbraut 33 á Akranesi og er opið um helgar frá kl 13-17. Eins er hún dugleg að setja myndir inn á síðuna sína á Facebook – smella hér!
Kristbjörg er búin að opna bæði Instagram-reikning og Facebook-síðu og ég mæli með að þið fylgist með þar, en hún setur inn mikið af myndum af vörunum um leið og þær berast.
Antík og gamlir munir á Akranesi – Instagram
Antík og gamlir munir á Akranesi – Facebook
…ég þarf sko ekkert endilega að fara að versla, þetta er alltaf fjársjóðsleit og hjá henni Kristbjörgu er alltaf nóg af gulli að finna…
…Bjorn Wiinblad-munirnir eru alltaf svo fallegir, og þessi er engin undantekning…
…það er líka alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt og skrítið, sem þú finnur ekki alls staðar…
…alltaf endalaust af fallegum stellum og slíku…
…nóg til af fallegu snjóboltakertastjökunum…
…og svo bara hvað er að heilla þig?
…hversu sætar eru þessar hér?
…myndavélin er dásemd og svo er alltaf fallegt tekk til…
…og aftur, eitt og annað sem þú finnur ekki annars staðar…
…fjör fyrir alla fjölskylduna, þessum finnst margt spennandi þarna…
…þið sjáið að það er nóg til…
…hef sagt það áður, það er alltaf eitthvað heillandi við þetta hvíta og bláa leirtau…
…þessi dásamlegu fallegu stell…
…þetta var eitthvað svona kántrískotið og fallegt, var pínu mikið að sjá þetta í sumarbústaðnum hjá einhverjum…
…hversu falleg er þessi hér!
…get ekki sagt það nógu oft, en það borgar sig alltaf að horfa líka upp – því ljósin eru mörg svo dásamleg…
…dááááááásamlegu B&G ísbirnirnir…
…það er eitthvað svo heillandi við gömlu leikföngin, og fallegt að stilla þeim upp…
…svo flottur…
…svo ef maður biður fallega, þá er stundum séns að fá að kíkja inn á Robota-safnið, sem eiginmaður Kristbjargar er búinn að koma sér upp. Alveg hreint stórkostlegt dæmi, þetta er alvöru metnaður í söfnun…
Góða helgi krúttin mín, keyrið varlega upp á Akranes – eða bara hvert sem þið haldið og njótið þess að vera til! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥