Páskaborð…

…eins og þið urðuð kannski vör við á fimmtudaginn, þá var ég í aukablaði Fréttablaðsins með páskaborð. Það er nú alltaf gaman þegar maður er beðin um að gera svona og ég fann vorið í borðinu mínu.

Smellið hér til þess að skoða Fréttablaðið…

…það var reyndar einstaklega dásamlegt veður þennan mánudag sem myndatakan var og ég tók því alveg helling af myndum af borðinu. Ég er líka búin að vera að létta aðeins á, og færði bekkinn upp við gluggann og er í raun að njóta þess í fyrsta sinn að horfa á fæturnar á borðinu okkar…

…eftir að hafa prufað ótal dúka þá langaði mig bara að hafa diskamotturnar á borðinu sjálfu. Það er líka allt sem á það fer frekar fínlegt og ljóst, og því var hægt að leika sér skemmtilega með andstæður í grófu og fínlegu…

…á mitt borðið fór fallegi Broste-diskurinn á fæti (sjá hér) og hann er einmitt á 20% afslætti í Húsgagnahöllinni núna, sem og páskaskrautið.

…og hann er svona þungamiðjan á þessu öllu, þess vegna valdi ég líka svarta kertastjaka með honum…

…til þess að tengja þetta allt saman þá notaði ég líka þessi gordjöss hnífapör frá Myrkstore (sjá hér) – kóðinn: SkreytumHús gefur ykkur 15% afslátt af öllum vörum…

…á miðju borðinu er síðan dásamlegi páskalöberinn frá Jónsdóttir & co sem er hiklaust eitt af fallegustu merkjum landsins. Hún Ragnhildur vinkona mín er svo yndisleg manneskja og alúðin og ástin sem er lögð í hverja vöru er einstök.

Þið getið skoðað Jónsdóttir & co á Facebook hér!
Jónsdóttir & co á Instagram hér!

…hversu fallegt er þetta…

…kanínan er frá Húsgagnahöllinni en trédiskurinn undir er frá Rúmfó…

…til þess að gera blómaskreytinguna þá setti ég bara þrjá kubba af blautum Oasis á disk (ath þetta er annar diskur en sá sem endaði á borðinu) og svo notaði ég aðallega bara krýsur en þær geta staðið mjög vel og lengi…

…blómin fæ ég í Heildversluninni Samasem á Grensásvegi en það er öllum leyfilegt að versla í henni núna…

…diskamotturnar er ég búin að eiga í nokkur ár og ég er alltaf jafn hrifin af þeim, sérstaklega svona yfir vor/sumarmánuðina þar sem þær eru eitthvað svo blómlegar og fallegar. Fást í Húsgagnahöllinni og eru á afslætti núna á dönskum dögum (sjá hér)

…svo voru það blómadiskarnir úr Rúmfó sem heilluðu mig alveg inn í páskana, þvílíkt sem þeir eru sætir.

Gráir blómadiskar – smella hér!
Grænar blómaskálar – smella hér!

…eins að skreyta svona með mini eggjunum og að gera “kanínueyru” úr servéttunum er alltaf fallegt…

…undir eru svo aðrar servéttur og þið sjáið að þær eru að tóna vel með glösunum…

…en naturservétturnar eru líka frá Rúmfó

…það er líka gaman að hafa mismunandi skraut á diskunum, en þetta þarf ekkert endilega allt að vera eins…

…hnífapörin eru svo einstaklega falleg með…

…eins er ég að blanda saman glösunum, er bæði með í bláum tónum og fölbleikum, en þetta eru Hobstar-glösin sem fást í Bast.is

…ég fékk líka alveg dásamlega páskaköku í 17sortir, og svona til þess að gera smá extra – þá bætti ég við eggjum allan hringinn þegar ég var búin að setja hana á disk…

…eins er ég með páskaeggin frá Nóa sem skraut, svona þar til allir gefast upp og borða þau 🙂

…annars erum við bara tilbúin fyrir páskana hérna heima…

…vona að þið eigið yndislega páska – njótið þess að vera með fólkinu ykkar og japla á páskaeggi og öðru góðgæti ♥ ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *