…það kemur ykkur væntanlega ekkert svakalega á óvart, en ég sé það að eftirlætispáskadótið mitt er hvítt á litin. Svona líka og með jólaskrautið, þá er ég að fíla þetta svona létt og ljóst. Eins og t.d. dásamlegu Lene Bjerre stytturnar mínar frá Húsgagnahöllinni…
…það er nú eitthvað sérstaklega virðulegt við þennan herramann með stafinn…
…þessi hérna stóra er held ég fyrsta sem ég fékk mér – og þær eru extra sætar svona í glerkassa að mínu mati…
…svo var ég að gera allt reddí hérna heima fyrir myndatöku og langaði að hengja upp fallegu eggin mín, notaði vasann frá Dorma og fann þessar gömlu blómagreinar í geymslunni og óvart varð til uppstilling sem ég heillaðist alveg af…
…eggin eru frá ýmsum stöðum, en þessi glæru með gulu fjöðrunum er frá Húsgagnahöllinni og eru einmitt til núna…
…og líka þessar stærri með hvítu fjöðrunum, alveg geggjaðar…
…þetta postulínsegg er líka í uppáhaldi en ég fékk það í Púkó og smart fyrir ansi mörgum árum…
…eins fannst mér þetta skemmtilegt, en þetta eru mæliskálar sem ég keypti í Target fyrir nokkrum árum, og svo bara einföld hvít eggja-kerti frá Dorma ofan í..
…þið sjáið að hlutirnir eru aldrei lengi eins hér, finnið tvær villur frá myndinni hér að ofan 😉
…en sjáið þessa dásamlegu birtu sem er að koma inn um gluggann, þessi birta – hún er sumarið…
…nú bíð ég bara spenntust eftir að sjá allt grænka fyrir utan…
…þangað til held ég áfram að færa til hlutina, eins og klukkuna mína sem er komin yfir arininn…
…en á morgun fáið þið svo að sjá páskaborð…
…ég er líka búin að vera að létta aðeins á og er að elska það – bekkurinn kominn upp við gluggann og kistlarnir farnir…
…en á morgun – páskar! Eigið yndislegan dag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.