Páskarnir í Höllinni…

…mér finnst Húsgagnahöllin vera búin að stimpla sig inn rækilega á undanförnum árum í að vera fremstir í flokki með páskaskrautið. Allt svo fallegt og tímalaust eitthvað, svona hlutir sem er gaman að fjárfesta í svona einhverju á hverju ári. Ég rölti um og tók nokkrar myndir til þess að deila með ykkur – húrra!

Rétt er að geta þess að það eru danskir dagar í höllinni núna um helgina 8.-10. apríl og því 20% afsláttur af páskaskrautinu!

Pósturinn er unninn í samstarfi við Húsgagnahöllina!

…ég er að elska að páskalínan frá Lene Bjerre er alltaf svona svipuð, þannig að maður getur verið að safna sér hlutunum í gegnum árin. Þetta er held ég í fyrsta sinn sem ég á páskaskraut sem ég er alveg spennt að nota. Enda tek ég þetta fram svona í lok feb – svona eins og vorskraut bara…

…uppáldið mitt eru stóru hérarnir/kanínurnar (er alls ekki viss) en þær minna mig svo á Lísu í Undralandi…

…það er búið að vera einhver vandræði með heimasíðuna sem er verið að reyna að laga, þannig að ákveðið var að gera bara fallegan páskabækling þar sem þið sjáið verðin, og svo er bara hægt að hringja og panta. Snilld að benda líka á að það er Tax-free afsláttur núna um helgina:

Smella hér til þess að skoða bækling!

…svo er ég með nokkra hluti sem ég fékk í Höllinni núna, ásamt öðrum frá því í fyrra og hitt í fyrra, og raðaði saman að páskaði aðeins upp!

…ég er búin að eiga “strákana” síðan held ég árið 2000…

…en í ár bættist daman við í pilsinu sínu og með sólhlífina…

…mér finnst hún sérlega dásamleg…

…þessar sérvéttur hafa komið í nýjum lit á hverju ári, og í ár eru þær svona natur/gular, alveg yndislegar inn í páskana…

…hef líka einstaklega gaman að þær séu öðruvísi að aftan en að framan – bíður upp á möguleika í að raða þeim mismunandi á diskana…

…hér er svo svarta deildin, og ég er svo hrifin af þessum brúna tóni í kertunum núna…

…og hvað er sætara en lítill kanínuungi að koma upp úr egginu sínu í hreiðrinu sínu – gahhhh svo krúttað…

…á eyjunni er auðvitað ýmislegt að ske…

…mér finnst þessi steypti-kanínustjaki alveg hreint yndislegur, og það er líka hægt að kippa glerinu uppúr og setja bara kerti beint ofan í…

…og í stíl við hann er þetta dásamlega krútt, sem er að verpa súkkulaðieggjum beint á disk fyrir okkur…

…gleymum ekki stofunni, en þar eru þessi hérna kanínukrútt sem eru svoleiðis að kunna að njóta lífsins liggjandi á eggjum…

…minnir mig mest á sjálfa mig þegar ég er að melta Nóaeggið mitt á páskunum 🙂

…það þarf ekkert mikið til þess að gefa smá svona páskastemmingu…

…og þið sjáið líka hér hvað stráin gera mikið – þetta eru gervistrá sem fást bæði í Húsgagnahöllinni og í Dorma, alveg snilld þar sem að það hrynur ekkert úr þessum – ólíkt alvöru stráunum…

…ég er eiginlega lalveg veik fyrir þessum hérna – finnst þessi eiginlega alls ekki mega vera bara páskaskraut…

…paraði hann hérna með geggjuðum vasa úr Dorma og þetta er bara eins og skúlptúr saman!

…svo eru það þessar – hversu dásamlegir eru þessir vinir!

Njótið helgarinnar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *