…óóó þetta er svo fallegt. Viður og beige, smá bleikt og allt sem er fallegt!
Ég stóðst ekki mátið að sýna ykkur þessa dásamlegu fegurð úr Dorma hérna heima hjá mér – páskafegurð beint í æð, allt svona í náttúrutónum…
Byrjum þetta einfalt. Fallegur vasi með stráum, geggjaðir viðarstjakar og viðarbakki með smá páskadjásnum á…
…mér finnst reyndar vasinn alveg einstaklega fallegur, var búin að nota hann í þáttunum áður og er búin að hugsa um hann lengi. Bakkinn finnst mér líka æðislegur, hann er með geggjuðum grófum kanti…
…ég ákvað síðan að prufa nota Broste bakkann minn frá Húsgagnahöllinni (en það fæst svipaður í Dorma) og setja á borðið…
…og viti menn, það var bara hægt að skella bakkanum beint ofan í…
…þetta gerir svo mikið og breytir bakkanum sjálfum svo skemmtilega…
…setti síðan lítil nammi páskaegg í skálar með, svona til þess að fá meiri pasteltóna…
…það er líka önnur falleg gerviblóm sem voru að heilla – og ég varð að prufa þau í vasann líka…
…það er líka alveg svakalega mikið af fallegum servéttum til þarna núna…
…svo mikið til af fallegum bökkum, og svo eru þessi eggja-kerti bara krúttuð…
…ég er að skemmta mér ansi vel í þessum páskaleik sem ég er í…
…ég fann líka þennan fallega tveggja hæða bakka í Dorma, og mátaði hann líka í stóra diskinn – passaði 🙂
…og það er nú alltaf svo gaman að leika sér með svona uppraðanir á bakka…
…litlu bleiku blómin eru greinar sem ég vafði bara saman og gerði minikrans úr…
…og hér sjáið þið þetta svona skref fyrir skref…
…ég er nú bara að elska þetta allt saman ♥♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥