…nú er fermingaraldan á leiðinni yfir landann og því mikið af pælingum um fermingargjafir og allt sem þessu tengist. Ég var í Rúmfó á Bíldshöfðanum og setti upp svona smá svefnherbergi á pallinum þar. Pælingin var svoldið að þetta gæti verið rými sem myndi henta unglingi og gæti auðveldlega dugað í góðan tíma.
Hér erum við með fallega rúmgrind, sem gerir alltaf svo mikið. En þar sem grindin er svona í rómantískum stíl, þá er fínt að fá smá svona “contrasta” og nota ég svörtu hjólaborðin sem náttborð með, og glerskápur sem er snilld í svona unglingsherbergi…
…þið sjáið hérna yfir rýmið, en þetta er svona bland í poka: mjúkt á móti hörðu, og svo auðvitað smá bast með…
…svo finnst mér líka alltaf gaman að blanda smá mynstrum saman – eins og blómamynstrið í rúmfötunum og svo púðinn og taskann, sem eru geggjuð saman…
…þarna eru líka svona litlir blómastandar – sem geta verið snilldar náttborð ef það er ekki mikið pláss. Svo eru geggjaður velúrbekkur hérna við endann á rúminu, sem er með góðu geymsluplássi sem er frábært…
…eins finnst mér snilld að nota bastið með, því að það gefur svo fallegan svip:
…glerskáparnir eru geggjaðir í herbergi, það er svo gaman að stilla upp í þeim fallegum skóm, eða hverju svo sem unga manneskjan er að safna…
…hér sést aðeins einfaldara moodboard, svona án allra smáhlutana og því auðveldara að sjá þetta:
- Loftljós – smella
- Ella rúmföt – smella
- Virum skápur – smella
- Vasi – smella
- Skrautblóm – smella
- Hjólaborð – smella
- Bleikt koddaver stórt – smella
- Scarlet rúmgrind – smella
- Svartur bekkur með geymsluplássi – smella
- Grátt teppi – smella
- Heklaður skemill – smella
Svo er líka sniðugt að benda á það að Rúmfó er með alls konar fermingartilboð – sem þið getið skoðað með því að smella hér!
…svo er auðvitað til alls konar fallegt til skreytinga á herbergjunum, vasar meððí…
…þið sjáið þetta fyrir ykkur, þurfið bara að mínusa í burtu blessaðan rúllustigann 🙂
Ég vona að þið eigið dásamlega helgi framundan ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.