Innlit í Höllina og útgáfuhóf…

…í kvöld er komið að því að haldið verður útgáfuhóf fyrir nýja tímrit Húsgagnahallarinnar:

Höllin mín, útgáfuhóf.
Fimmtudaginn 24. mars kl 17– 19 verður opið hús í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða 20 í tilefni af fyrstu útgáfu tímaritsins Höllin mín.
Soffía skreytir húsið með öllu því nýjasta í páskaskrauti.
Begga ber fram gotterí í gersemum frá Höllinni.
Gjafaleikur … vinnur þú spennandi páskagjöf?
20% afsláttur af öllum vörum.

Smella hér til þess að skrá ykkur á viðburðinn!

…ég er sérstaklega spennt yfir öllu dásamlega páskaskrautinu sem er loks komið…

Húsgagnahöllin er með auglýsingu hérna á síðunni en þessi póstur er ekki kostaður sérstaklega og ég vel sjálf myndefnið.

…en ég held að þarna sé bara að finna eitthvað fallegasta páskaskraut á landinu…

…hversu sætar eru þessar hér!

…geggjuð egg, og þessar gylltu kanínur er líka hreint dásamlegar…

…enn meira af eggjum og ótrúlega sætir kertastjakar…

…og þetta er hluti af skrautinu, það er meira sem er verið að setja upp í dag…

…það er svo mikið af fallegu nýju og þessar skálar eru mikið að heilla…

…svo fallegur sófi…

…endalaust úrval af skrautmunum og svo er komið mjög mikið af fallegum þurrkuðum blómum og stráum…

…þessir vasar eru æði!

…og þessi rustic lína finnst mér alveg trufluð…

…það er í það minnsta nóg til af fallegum vörum…

…kristalskertastjakarnir eru svo fallegir líka…

…og á morgun verður kynning á geggjuðu húðvörunum sem þarna fást…

…ég setti á eitt lítið borð – svona smá brúðarpælingar…

…og eitt af mínu allra uppáhalds er eldhúsdeildin, sem er alltaf með helling af gordjöss munum…

…þessir marmaradiskar eru svo trylltir – og sjáið bara, uppáhalds diskamotturnar mínar er loks komnar aftur…

…minn allra uppáhalds Holbert diskur er til núna, er verður líka á afslætti í kvöld…

…en ég hef nú víst sýnt ykkur ca milljón mismunandi útfærslur á hvernig ég raða í minn…

…og eins og alltaf, þá er nóg af fallegu alls konar…

…á opnuninni í kvöld verður líka 20% afsláttur af Iittala og auðvitað Moomin…

…alltaf að koma inn einhverjar nýjar og spennandi vörur…

…og eins og alltaf, þá er alveg unun að skoða hvernig vörurnar eru uppsettar – fullt af hugmyndum í því…

…eitt af mínu uppáhalds er þessi dásemdar púðadeild…

…þarna eru svo margir sem er hægt að velja á milli, mesta vandamálið er að velja þann rétta…

…vona að þið hafið haft gaman að rúntinum um búðina –
og ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í kvöld ♥ ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *