Ég er að gera smá röð af póstum þar sem ég fer sérstaklega yfir DIY-verkefnin sem voru gerð í þáttunum mínum. Veggþiljurnar eru í fjórða þættinum í annarri þáttaröðinni:
Í þessu rými þá segi ég óhikað að stjarnan sé þiljurnar frá Byko sem við settum við rúmið. Gerðum í raun og veru bara höfðagafl úr þeim – þó hann sé ekki “beint” yfir rúminu. Þiljurnar eru 60cm að breidd, og við settum tvær saman…
Þannig að þiljurnar eru 120cm þrátt fyrir að rúmið sé 90cm. Þetta fannst mér koma svo töff út, en við eigum jafnframt smá aukapláss upp á að hlaupa ef að þau ákveða að fjárfesta í stærra rúmi…
…svo var það kommóðan, sem var enn að gegna sínu hlutverki með sóma en orðin svona kannski smá þreytt. Svo langaði mig líka að tengja saman hluti í rýminu, og þarna datt mér í hug að nota þiljurnar flottu úr Byko aftur…
…það sem við gerðum var að kaupa eina auka þilju og saga hana niður í réttar stærðir til þess að setja á sitt hvora hliðina.
Síðan þurfti að mjókka hliðarnar aðeins, og það er auðvelt þar sem þiljurnar eru festar saman með hljóðeinangrandi efni sem er einfaldlega skorið frá.
Síðan fékk ég snillingana í timbursölu Byko til þess að saga niður fyrir mig borðplötu úr eikinni líka og þar með var toppurinn kominn á. Síðan festum við þetta allt saman innan frá með L-krókum…
…þetta varð alveg gríðarlega stór munur á mublinni og hún færðist alveg yfir á næsta stig…
…eftir stóð síðan smávegis af efni og fyrir ofan kommóðuna var þessi misfella í veggnum sem mig langaði alveg ferlega að fela…
…við festum því afgangana okkar, þessar tvær “afklippur” saman, og mynduðum þannig svona línu/rönd upp af kommóðunni.
Klukkan er í raun notuð til þess að fela samskeytin…
…þetta er í raun ágætisdæmi um það hvernig er gott að vera alltaf á tánum í svona…
…hvernig er hægt að taka “mistök” – eins og misfellu í vegg og úr henni verður eitthvað sem gefur rýminu meiri fegurðargildi, í það minnsta í mínum augum…
Smella hér til þess að skoða hvað er hvaðan!
Smella hér til þess að horfa þáttinn í heild sinni!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!