Ég er að gera smá röð af póstum þar sem ég fer sérstaklega yfir DIY-verkefnin sem voru gerð í þáttunum mínum. Luktarljósin eru úr fyrsta þættinum í annarri seríunni:
Hér er eflaust einfaldasta DIY í heimi, en ég ákvað samt að leyfa því að koma með:
Það þarf að sjálfsögðu falleg náttborðljós og mér finnst sjálfri eins og langflestir íslendingar séu feimnir við náttborðlampa og séu alltaf með of litla lampa.
Ég vildi endilega fá fallega lampa þarna inn, sem jafnfram máttu alls ekki vera brothættir og það var leyst með því að taka luktir úr Rúmfó og fjarlægja glervasann sem þeim fylgdi.
Síðan skellti ég einfaldlega lampa úr Rúmfó þarna ofan í – tókum snúruna út á milli rimlana, og málið er leyst.
Flottir lampar sem gefa geggjaða skugga og almenna fegurð…
Smella hér fyrir hvað er hvaðan!
Smella hér til þess að horfa á þáttinn!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!