Páskaborð fyrir HH…

…eins og ég sagði ykkur frá um daginn, þá kom út nýtt tímarit á vegum Húsgagnahallarinnar. Blaðið ber nafnið Höllin mín og er alveg sérlega glæsilegt. Það er hægt að nálgast það á netinu með því að smella hér: Höllin mín – Húsgagnahöllin

Á morgun á milli 17-21 er svo útgáfuhóf í höllinni, þar sem að ég verð á svæðinu ásamt fullt af góðu fólki – 20% afsláttur af öllu, veitingar og gjafaleikir, og ykkur er að sjálfsögðu boðið:
Smella hér til þess að skrá sig!

…ég setti upp páskaborð fyrir blaðið, eitthvað sem var að vekja upp vorið fyrir mér, og vonandi ykkur líka. Þið getið skoðað myndirnar úr blaðinu hér:

Smella hér til þess að skoða!

…ég tók sjálf svo mikið af myndum að ég varð nú bara að skella þeim í einn sérpóst og hér er svona listi með beinum hlekkjum á flest sem var notað:

Bronzkertastjakar!
Iittala Thule glös!
IVV Diamante kökudiskar!
Bitzvasi!
Kremað Bitz stell!
Bitz sæbláir diskar! 
Bitz bleikir diskar!

…ég er ótrúlega hrifin af þessu svona pastelkombó-i, sem er í raun bara hliðardiskurinn og servéttan, því að allt hitt er í frekar hlutlausum litum…

…mig langaði svona að fá vorið inn og ákvað að skreyta ljósakrónuna okkar með brúðarslöri, eitthvað sem ég hef ekki gert áður en kemur mjög fallega út…

…diskamotturnar sjálfar eru frá Húsgagnahöllinni líka en eru því miður ekki til núna,
nema í svörtum lit – sjá hér

…tauservétturnar eru frá Broste í höllinni og eru alveg einstaklega fallegar, og það var líka mjög fallegt að stinga smá brúðarslöri og vaxblómum með…

…eins var ég mikið að leika mér með mismunandi skraut í skálarnar, skrautegg, nammiegg frá Nóa…

…það er nefnilega ekkert sem segir að þetta þurfi allt að vera alveg eins, það má alveg leika sér með þetta…

…svo fannst mér líka mjög falleg að búa til svona litla “skál” með servéttu og setja þar ofan lítil nammiegg…

…það er alltaf gaman að nota diska á fæti til þess að skreyta, og til þess að búa til hæð á borðið. Hérna notaði ég dásamleg súkkulaðiegg frá Nóa – sem mér finnst ótrúlega falleg með svona súkkulaðifígurum ofan á – svo var bara mosi og smá brúðarslör með. Ekki flókið en svona fallegt…

…diskurinn var svo settur á borðið ásamt dásamlegum kanínum frá Höllinni, og svona nammiegg notuð til þess að skreyta borðið….

…eins fannst mér gaman að taka litlu eggin úr umbúðunum og setja í lítil hreiður, bara svona að eins að krútta þetta upp…

…ef ykkur langar að skoða nánar staka hluti á borðinu, þá mæli ég með að skoða þennan póst hér!

…ég vona að þið eigið dásamlegan laugardag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “Páskaborð fyrir HH…

  1. 26.03.2024 at 11:44

    Sæl Soffía

    Allt svo dásamlega fallegt sem þú gerir, virkilega gaman að sjá og fylgjast með ❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *