The White Company í London…

…the White Company er verslun sem ég uppgvötaði fyrir nokkrum árum, einmitt í London. Þetta er alveg einstaklega falleg verslun með gordjöss vörum og svo ótrúlega vel uppsett – hljómar þetta nokkuð eins og ég sé hrifin?

Smella hér fyrir heimasíðu The White Company!

Þessar myndir eru teknar í versluninni í Westfield-mallinu (hér)

…þarna fást húsgögn og alls konar fyrir heimilið, en líka alls konar ilmir og fatnaður…

…og það er alveg unaður að rölta um og sjá hversu fallega allt er raðað…

…eigum við eitthvað að ræða þetta?

…ein með arinn og öllu…

…það var líka uppsett fallegt páskaborð í versluninni…

…svoldið mikið sætar þessar prjónuðu/hekluðu? kanínur…

…kassi með fallegum eggjum til þess að hengja á greinar…

…þið getið smellt hér til þess að skoða inspó-myndir af páskaborði…

…manni langar eiginlega bara mest að flytja þarna inn…

…enda allt til á einum stað…

…ilmir og útlit…

…ótrúlega fallegur ilmlampi…

…alveg dásemd bara! Mæli svo sannarlega með heimsókn ef þið farið til London, vel þess virði ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *