Heimsókn í Góða…

…ég datt inn í Góða Hirðinn í gær og sá svo margt fallegt að ég ákvað að smella af nokkrum myndum og deila með ykkur, auk þess sem ég verslaði eitt og annað sem mig langar að breyta örlítið á næstu dögum…

…falleg náttborð – svona finnst mér alltaf sérlega fallegt í barnaherbergi…

…fallegt tekk – bæði skatthol og útvarpsskápur…

…mikið af flottum ljósum – þessi stóru gráu eru frá Ikea en svo fannst mér þetta glæra/gull eitthvað heillandi…

…falleg veggljós, þessi gætu líka verið falleg máluð eða spreyjuð ef vill…

…þessir fengust einu sinni í Ikea, og ég breytti svona þá (sjá hér)

2013-10-08-073545

…þessi tvö voru líka að heilla, bæði luktarhúsið og stjarnan…

…þessi er ekkert mjög stór, en OMG að mála t.d. í sætum lit í hverbergi hjá einhverju kríli – hversu fallegt væri það…

…það var eitthvað við þessa mynd sem mér þótti ótrúlega áhugavert og skoðaði hana í góðan tíma…

…önnur falleg…

…önnur áhugaverð mynd, þessi hérna – vá hvað ég var mikið að skoða þessa…

…fannst reyndar einstaklega mikið af spennandi myndum í dag…

…eins fannst mér þessi sérlega áhugaverð, greinilega eldgömul…

…bambamyndin, balleríurnar og Hafnarfjarðarmyndin…

…nóg af alls konar stólum…

…fyrir þá sem eru með tekkið – þá gæti þessi platti verið áhugaverð viðbót við t.d. myndavegginn…

…tvö geggjuð console-borð, þessi eru alltaf klassísk og hægt að mála og breyta að vild…

…stólar og rennibrautir…

…svo falleg vintage sófasett – hvort um sig dásamlegt þar sem við á…

…ólík en falleg borð…

…alls konar fallegt leitau, bollar og fleira…

…það er alltaf fallegt að grúbba saman, og þessir þrír – þeir eru fallegt tríó…

…ég var að leika mér að stórum vasa til þess að mála, en þessi hérna – hann var of fallegur til þess að mála yfir – gordjöss…

…hver elskar ekki fallegar könnur…

…nú svo má bara kaupa sér einbýlishús – þó smátt sé…

…ást mín á bömbum er óbreytt, stórum og smáum…

…fallegir veggdiskar og mjög spes og fallegur sprittkertastjaki…

…hvað sástu sem var að heilla? Eitthvað sem þú hefðir keypt þér í hvellli?

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

1 comment for “Heimsókn í Góða…

  1. Margrét Helga
    03.03.2022 at 16:55

    Þarf að skoppa með þér í GH við tækifæri…það er svo margt flott þegar þú ferð 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *