Vetrarfrí í London 2022…

…þetta covid-ástand er auðvitað búið að vera alveg kreisí undanfarnar vikur, og við vorum svo handviss um að eitthvað okkar myndi smitast að við þorðum bara ekki að gera nein plön fyrir vetrarfrí krakkanna í ár. En þau eru í vikufríi og það var svona hálfgerð synd að ætla bara að eyða því heima og fela okkur fyrir “pestinni”.

Þannig að á þriðjudegi í hádegi tókum við öll heimapróf og stóðumst það með sóma, þá var bara sest við tölvuna og við pöntuðum flug til London morguninn eftir. Hviss, búmm, bang – allt í einum hvelli.
Flug, hótel og Hamilton-miðar, en það voru krakkarnir sem fengu að velja hvert við myndum fara og London ferðin okkar 2019 (smella hér að skoða) var þeim enn í fersku minni og þau barasta vildu meir!

…enginn snjór, enginn klaki – það var nú það fyrsta sem við hugsuðum öll…

…hótelið okkar hét London Marriott Maida Vale og var í Camden (smella hér að skoða) – virkilega fínt hótel, snyrtilegt og kostaði ekki of mikið. Minnir að þetta hafi verið um 140þús fyrir fjórar nætur fyrir okkur fjögur.

…það var að sjálfsögðu WIFI á hótelinu, eins og sést á blessuðum börnunum og símunum þeirra…

…fín herbergi, stór og góð. Það sem er kannski helst hægt að setja út á hótelið er staðsetningin, en miðað við það sem við vorum að gera: Oxford stræti, Hyde Park, leikhúshverfið, vaxmyndasafnið og svo London Eye – þá vorum við frekar langt í burtu og þurftum að ferðast í Taxa ca 10-20mín til að komast það sem við ætluðum að fara. Það er auðvitað hægt að taka underground eða bus en við vorum að reyna að forðast miklar almenningssamgöngur með krakkana í þetta sinn…

…lyftuselfie varð frekar algeng, og ég sé að við erum agalega mikið í stíl. Mæðgur í beis en feðgar í grænu…

…veðrið var dásamlegt alla dagana. Það var að vísu ekkert mjög heitt, en það var sól og aftur – enginn snjór…

…og eplatrén í blóma…

…fengum okkur brunch – og í fríi eru engar reglur – þannig að sjálfsögðu er bara bananasplitt leyfilegt í morgunbrunch…

…skelltum okkur á Madame Tussauds vaxmyndasafnið, sem ég hélt alltaf mikið upp á sem krakki, og það stóð algjörlega fyrir sínu…

…hittumst alls konar “frægt fólk” sem við höfðum gaman að að sjá…

…sonurinn var að elska Star Wars-hlutann…

…já og eiginmaður fékk gamla ósk uppfyllta 😀

…hitti líka hana Betu blessaða, hún bað fyrir kveðju…

…eftir safnið var það löng ganga um Regent Park – en eit af því sem ég elska mest svona í útlöndum, sérstaklega í London, er að taka garðaröltið…

…það er bara allt svo dásamlega fallegt, vorið farið að stinga upp kollinum…

…kona sem var að gefa fuglunum, við horfðum líka á íkorna hlaupa upp fótinn á henni og upp á töskuna (sjá mynd) til þess að fá smá líka…

…síðan finnst mér svo gaman að lesa á bekkina, sem flestir eru tileinkaðir einhverjum og segja svo fallegar sögur…

…litlu börnin mín sem eru víst ekkert svo lítil lengur…

…það sem blessuð sólin nær nú að endurnæra mann…

…og gerir auðvitað allt svo fallegt…

…London er auðvitað svo einstaklega falleg. Það er svo mikið af stórkostlegum byggingum þarna og sagan er svo mikil – það er möst að gefa sér tíma að horfa og njóta…

…og þar sem var alls ekki of hlýtt, þá var heitur kakóbolli einmitt það sem þurfti…

…og að lokum Ask Italian, sem er mjög góður ítalskur staður við Oxford Stræti en er líka víðar (sjá hér)

…hér sjáið þið líka hótelið okkar að utan…

…og markmið dagsins, að fara upp í London Eye – þrátt fyrir gífurlega lofthræðslu mína…

…það gekk upp og þetta var ótrúlega fallegt um að lítast…

…mæli svo sannarlega með þessu en myndi telja að fara einu sinni í þetta dugi mér – ekki eitthvað sem ég myndi gera í hverri ferð. Við keyptum miða á netinu í Vaxmyndasafnið og í leiðinni í London Eye, en það eru alls konar svona pakkadílar á miðum ef þið googlið það…

London Eye stendur við Thames og þar er líka lítil Build a Bear, og sonurinn var alveg sérlega spenntur að fá að útbúa sér einn sérbreskan Björn. Þarna sjást þau systkinin með Big Ben í baksýn….

…gamla settið…

…þetta er nú fallegt að sjá þetta á svona björtum og fallegum degi…

…og augað myndaði svona líka fallegan geislabaug á krakkana…

…munið þið þetta sem ég sagði ykkur um byggingarnar, þær eru magnaðar. Þetta var þinghúsið og okkur var boðið að kíkja inn og skoða, en það er víst opið til skoðanna á föstudögum…

Westminster Abbey er líka alveg mögnuð bygging, það var því miður búið að loka, en hugsið ykkur bara – þetta mannvirki er byggt 1269. 1269!! Hversu klikkað er það…

…við löbbuðum svo frá Big Ben og Abbey-inu og yfir í leikhúshverfið þar sem það var komið að því sem við feðginin höfum beðið svo lengi. Fá að sjá Hamilton á sviði…

…eins og þið sjáið þá sátum við frekar hátt en það var engu síðum alveg magnað að sjá þetta. Seinast sáum við Lion King og vorum í svaka sætum á gólfinu (sem var truflað) en kostaði líka alveg um 20þús miðinn. Þarna vorum við að borga um 12þús fyrir miðann…

…ég kíkti smá í búðir og við fórum í Westfield Mall-ið, þar fór ég í H&M Home og The White Company, og ætla að setja það í sér póst. Verð samt að mæla frekar með að rölta svona eins og í Oxford stræti og svoleiðis, finnst það alltaf skemmtilegra en svona mall-a-rölt..

…þá var komið að næsta show-i, en við tókum enn eins skyndiákvörðun áður en við fórum á Hamilton og fórum í leikhúsið hinum megin við götuna og redduðum okkur miða á Wicked næsta kvöld…

…svo sannlega stórkostleg sýning, en við þekktum hana reyndar lítið, og vorum því að upplifa þetta alveg í fyrsta sinn. Aftur setið frekar ofarlega, en sáum vel á sviðið…

…mjög kátir söngleikjaaðdáendur…

…sunnudagsmorgun og seinasti dagurinn okkar í London runninn upp…

…ákváðum að labba niður í Hyde Park frá hótelinu og það tók alveg góðar 40mín…

…stoppuðum á voðallega sætu og instagram-vænu kaffihúsi þar sem við fengum hræðilegar veitingar og þjónustu, þannig að ég ætla ekki að link-a það neitt hérna inni…

…en það var flottur bakgrunnur fyrir myndir 😀

…svo var það dásamlegi Hyde Park

…held að þett hafi verið daginn sem við gengum einhver 20þús skref, það var slatti…

…svo var það bara aftur upp á hótel að sækja töskur…

…en fyrst fórum við á veitingastaðinn sem er á hótelinu sjálfu: Carluccios (sjá hér)

…mjög góður matur þar og sérstaklega kjúklingasamlokurnar með avacado – delish…

…yndisleg ferð á enda, með uppáhalds fólkinu mínu, og svo er bara að fljúga heim til Molans aftur ♥
Mæli með að þið skoðið líka fyrri póstinn, þar sem ég fjalla um fleira sem er skemmtilegt að gera með krökkum í London, en mér finnst þetta æðisleg borg til þess að heimsækja!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *