…þá er þessum blessaða febrúar að ljúka, ef alls konar mismunandi veðurfar og vesen sem því fylgdi. En í stað þess að horfa á appelsínugular viðvaranir þá langar mig að horfa á nokkra jákvæða punkta…
…eins og hversu dásamlega fallegt allt getur nú orðið þegar landið okkar er skreytt hvítum snjó og blessuð sólin lætur sjá sig…
…eða fá að vera við dásamlegt brúðkaup og sjá ungt fólk hefja líf sitt saman…
…ég stóðst ekki mátið og smellti af nokkrum myndum…
…það er nú eitthvað yndislega rómó við svona vetrarbrúðkaup ♥
…aftur er það svo sólin, það er mikið sem hún gleður mig þegar hún skín hérna inn…
…og þá má líka njóta þess að fara í göngutúr…
…enda erum við með mikla forréttinda gönguleiðir hérna á Álftanesi…
…þvílíka fegurðin, og þá er ég ekki að tala um útsýnið…
…þessi er að mastera pósu áhrifaValdanna…
…eins og fatnaður okkar gefur til kynna þá var þetta svakalega kaldur dagur…
…og þá er dásemd að koma bara inn í heitt kakó og meððí…
…það er nú gaman að segja frá því að þessar hortensíur eru síðan í október í fyrra, en þær þorna svo dásamlega fallega og endast nánast að eilífu bara…
…en eins falleg og allt er í snjónum, þá verð ég að viðurkenna að ég er alveg reddí í hlýrri og bjartari tíma – og hælaskó…
…vona að ykkar helgi sé sérlega notaleg ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Hæ Soffía langar svo að vita hvort að þú gætir hjálpað okkur sonur okkar var að fá íbúð og vantar svo mikla hjálp 🙂🙏