Uppstillingar í Rúmfó…

…það er nú alltaf merki um hækkandi sól þegar vorvörurnar mæta í hús. Ég var í Rúmfó á Bíldshöfða að breyta aðeins og tók fyrir ykkur nokkrar myndir sem mig langaði að deila með ykkur…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…allt var svona í grænum tónum með basti og ljósum viðartónum með…

…karfa með garni og kózýteppi…

…ég var alveg í fíling fyrir svona létt og ljóst, og þetta var alveg að hitta í mark hjá mér…

…fallegar diskamottur með nýju diskunum…

…og þessi motta með þessari fallegu áferð og mynstri, gerði svo mikið þar sem borðplatan er úr gleri…

…svo var gaman að blanda við fallegu rauðubleiki blómunum, og litla vasanum sem smellpassar með í stíl…

…svo er möst að vera með tauservéttuna á og ég klippti niður eina grein og setti með…

…finnst svo gaman að horfa í gegnum glerið og sjá hvernig mismunandi áferð er að koma úr saman, frá mottunni að setunni á stólnum, diskamottunni, diskunum og svo servéttan – gleður mig…

…eins sýnir þetta hvað það gerir mikið að nota svona litlar mottur með, og myndir – það þarf ekki einu sinni að hengja þær upp…

…nýju bekkirnir eru komnir í mörgum litum, ótrúlega fallegir og á brill verði, en þessi græni er í uppáhaldi…

…þessi karfa er líka alveg fullkomin fyrir prjónadótið…

…svo fékk líka svæðið á milli rúllustiganna smá yfirhalningu…

…er alveg að elska þessi nýju sófaborð – mér finnst þau gordjöss…

…svo skemmtilegir þessir fætur og það er bara hægt að leika sér með hvað maður er með mörg, held t.d. að tvö lítil væru æði með einu stóru…

…uppáhalds blómapottarnir mínir og gerviblómin þessa daganna…

…en erum við ekki bara að komast í smá svona vorfíling við þetta…

…þessi svona brenndi orange litur er svo fallegur með græna litnum…

…ég er í það minnsta skotin!

…svo er næsta vers: stilla upp á Smáratorgi!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “Uppstillingar í Rúmfó…

  1. Unnur Magna
    25.02.2022 at 02:35

    Snillingur !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *