…og það er augljóst að vorið er á næsta leyti hjá Rúmfó og það er allt að fyllast af nýjum vörum. Þetta er allt svona létt og ljóst og fagurt. Athugið samt að þessar vörur eru ekki komnar inn í allar búðirnir, ennþá! En eru þó væntanlegar alls staðar. Myndirnar eru frá Bíldshöfða og ég ætla að sýna ykkur nánar það sem ég var að stilla upp í komandi pósti.
En það veitir víst ekkert af því í öllum þessum snjó að minna okkur á að vorið er framundan…
…dásamlega fallegur sápuskammtari og tannburstaglas úr endurunnu gleri, smá bleikur blær og ofsalega fallegur gyllti liturinn á pumpunni!
Smella hér að skoða Essvik-línuna…
…bambusinn er mjög ríkjandi og líka mjög svo svona í stíl við allt þetta Boho-look sem margir sækjast eftir. Þessi skilrúm eru snilld til þess að skipta upp rýmum eða t.d. til þess að nota eins og höfðagafl á rúm.
Smella hér fyrir Langebjerg skilrúm…
Önnur falleg bambusvara er þessi spegill, og munið – snilld að snúa speglunum og nota sem bakka líka.
Smella hér fyrir Reflect spegil…
Ég get ekki beðið eftir að sjá þessa hérna, mér finnst þessi skál alveg hreint gordjöss. Geggjuð fyrir ávextina eða fyrir blómin bara.
Smella hér fyrir Chris skál…
Fallegir mildir litir og myndir.
Smella hér fyrir ramma…
Hversu kjút eru þessi hérna kerti!
Smella fyrir Kenneth kerti…
Svo var líka koma alveg hellingur af fallegum ilmkertum.
Smella hér til að skoða…
Þessi pappírskarfa er svo falleg, sé hana líka bara fyrir mér sem blómapott. Eða hliðarborð eða…
Smella hér fyrir Albin pappírskörfu…
Ég hef ekki farið leynt með ást mína á bastkörfum í gegnum tíðina. Fyrir leikföngin, prjónadótið, teppin og allt hitt. Þessar svartmynstruðu, þær eru mínar uppáhalds!
Smella hér fyrir bastkörfur…
Geggjaðir vasar, og svo er mikið af fallegum skrautblómum að bætast við – eins og þetta hérna rauða!
Smella fyrir vasa…
Smella fyrir skrautblóm…
Þessar litlu skálar – mér finnst þær alveg fullkomnar til þess að standa á borði fyrir skartið sem maður er að taka af sér – hringir og hálsmen. Nú eða bara lyklarnir.
Smella hér til að skoða…
Smella fyrir Simon skál…
Síðan var ég mjög skotin í þessu, flöskur til þess að setja hreinivökva í , falleg viskustykki/tuskur, burstar og svo karfa til þess að hafa þetta allt saman í. Sérlega skemmtilegt kitt.
Smella fyrir körfu…
Smella fyrir bursta…
Smella fyrir viskustykki…
Smella fyrir brúsa…
Þessi kertastjaki, ég er svo mikið að sjá hann fyrir mér í brúðkaupum í sumar – held hann yrði æði!
Smella til að skoða…
Blómastandur – þessi er flottur.
Smella til að skoða…
Þessi hérna blómapottur er einn af mínu uppáhalds í nýju vörunum, svo stór, þungur og flottur. Finnst hannn alveg æði – og blómið reyndar líka!
Smella fyrir blómapott…
Smella fyrir blóm…
Klassískur svartur blómastandur – þessi passar alls staðar.
Smella fyrir blómapott á standi…
Rattan lampi með naturskermi!
Smellla hér til að skoða…
Töff trékúlptúr, þessi er snilld ofan af stafla af bókum.
Smella hér til að skoða…
Fallegur og einfaldur teketill!
Smella hér til að skoða…
Þesssi karfa er stór – passar vel fyrir alveg nokkra púða – æðisleg!
Smella hér til að skoða…
Þessi hérna skenkur finnst mér alveg sérstaklega fallegur – þessar hurðar – þær eru að gera góða hluti!
Smella hér til þess að skoða Halmstad skenk…
Ofsalega fallegir og stílhreinir nýju diskarnir sem voru að koma – ég get alveg hugsað mér svona.
Smella til að skoða…
Þessi tvö eiga held ég eftir að slá í gegn, elska svona tvö saman og lappirnar á þessum – þær eru winner.
Smella til að skoða…
Geggjuð lukt – smella hér til að skoða…
Ferskjulitað og ferskt!
Skoða kerti – smella hér…
Skoða stjaka – smella hér…
Skoða vasa – smella hér…
Vona að þið hafið haft gaman að og eigið yndislegan dag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.
Sæl Soffía
Ég vil byrja að segja að mer finnst gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera og kemur með margar góðar, flottar lausnir.
Mer finnst mjög gaman að breyta til og eins og flest allir langar mig að hafa fallegt í kringum mig en ég er svolítið út og suður og langar einhvernveginn í allt og get ekki alltaf séð endanlega útkomu og þar af leiðandi hætti eg bara.
Það sem ég var að spá og það er hvort þú ert að koma til fólks og ráðleggja því( án þess að fara í tv) og ef svo er hvað kostar það?
Með kveðju
Elín