…ég verð bara að tala um það enn og aftur, ég er svo ótrúlega þakklát fyrir aukna birtu þessa dagana – mér líður svona eins og ég sé að vakna aftur…
…nú horfi ég bara extra spennt út um gluggana og bíð þess að það taki að grænka fyrir utan – þó enn sé víst langt að bíða…
…þangað til held ég áfram í hálfgerðri “hreiðurgerð” hérna heima, en jan og feb fara alltaf í einhverju endurskipurlagningu hjá mér:
…og þetta er líka bara ágætur tími í svona smá “naflaskoðun”, svona í dimmustu og köldustu mánuðum ársins. Ég er nefnilega farin að sjá að ég er svona tilfinningalegur “hoarder”, eða það sko að ég tilfinningatengist svo mikið af hlutum og finnst ég verða að halda í þá til þess að halda í minningarnar sem eru mér svo dýrmætar. En núna er ég að ná að aðskilja þetta og sjá það að hlutirnir eru ekki minningarnar, þær eru hjá mér og hverfa ekkert. Velja úr það sem skiptir þig máli og geyma þannig að það sé gaman að grípa í það og skoða. Geyma til gleði…
…ég hef sagt ykkur frá “Tidying up”-þáttunum á Netflix, með Marie Kondo. Þættir sem mér þóttu nú ekki skemmtilegir, og ég næ ekki að tengja við allt sem hún segir – en þeir ýttu hressilega við mér og það er vel. Fínt að horfa á eitthvað svona og taka til sín það sem hentar manni, og hitt má bara kyrrt liggja. Ég sjálf hef alltaf þurft að ná vissu skipulagi, hreinleika og bara yfirsýn til þess að líða vel – og það er ég að vinna markvisst að núna. Gott að byrja árið þannig.
Ég hef alltaf verið svona, og til að mynda fer ég yfir allan fataskápana hér á heimilinu í það minnsta tvisvar sinnum á ári. Tek í burtu það sem ekki er í notkun, og hjá krökkunum það sem þau eru vaxin upp úr – en börnin eru líka orðin stærri og það er auðveldara að virkja þau með, og það hjálpar heilan helling. Það að leyfa þeim að taka þátt í að velja hvað á að geyma, hvað þau tengja við sjálf og hvað skiptir þau máli.
Það minnkar svo mikið af óþarfa sem maður er að geyma af því að maður sjálfur tengir við nánast hvern einasta hlut – en krakkarnir hrista bara hausinn og kannast ekkert við bangsann sem mamman heldur fast í…
…en yfir í annað, þá er líka Valentínusardagurinn á mánudag og því eru allar blómabúðir smekkfullar af fallegum blómum. Ég kíkti í Blómaheildsöluna Samasem og nældi mér í dásemdir fyrir helgina. En Samasem er á Grensásvegi 22, og það er opið 10-16 laugardag og 12-17 á sunnudag…
…þetta er í svo miklu uppáhaldi, þegar maður tekur blómin úr umbúðunum og verkar þau – gerir þau tilbúin í vasa og tilbúin til þess að fegra heimilið svo mikið…
…ég varð auðvitað setja í stóra vasann á borðstofuborðinu, og setti þar blöndu af Eucalyptusgreinum, bouquet-rósum í rauðu og dásamlegum hvítrauðbleikum rósum, yndisleg blanda…
…þar sem vasinn á borðinu er svo stór, þá þurfti að finna annan stað fyrir minni greinarnar og þið vitið hvað ég elska að skella blómum í könnu…
…fyrst ég var farin af stað á annað borð, þá skellti ég líka brúðarslöri í stóra gamla flösku…
…og minni greinarnar á eyjunni, alltaf litli og stóri…
…það er nú fátt eitt betra en að vera með falleg afskorin blóm í vasa fyrir helgina, ekki satt?
…það verður einhvern veginn allt fallegra…
…síðan skellti ég smá í gamla góða Omaggio vasann minn á hliðarborðinu…
…en vá hvað ég er alltaf hrifin af þessum vasa, mér finnst hann alveg einstaklega fallegur…
…þannig er þetta víst í dag, við Moli biðjum bara að heilsa ykkur…
Vona að þið eigið yndislega helgi framundan ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Yndislegt að lesa póstana þína með kaffibollanum. Svo fallegar myndir hjá þér. Hvar fékkstu mottuna í fallega eldhúsinu þínu?
Takk elskuleg – mottan er frá Húsgagnahöllinni ♥♥
Sæl elskuleg.
Takk fyrir fallega uppsetningu, þú ert
fagurkeri 🌺
Njóttu líka helgarinnar 🌺
Kær Kv
Anna Þ
♥♥