…ég rakst á frétt á MBL (smella) um að Ellen Degeneres og Portia Rossia væru að selja eitt af mörgum húsunum sínum. Skv. fréttinni á MBL:
Húsið keyptu þær á 12 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári en vilja nún 13,9 milljónir fyrir það. Um er að ræða 369 fermetra hús með þremur svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. Samkvæmt heimildum Dirt fóru hjónin í einhverjar framkvæmdir á húsinu en þær tóku ekki langan tíma.
DeGeneres og de Rossi hafa farið mikinn á fasteignamarkanum undanfarna tvo áratugi og hafa keypt og selt hátt í tuttugu hús að því er fram kemur í Architechtural Digest. DeGeneres sagði í viðtali árið 2011 að það væri hennar leið í fjárfestingum. Um leið og hún eignaðist peninga hafi hún keypt hús og svo fleiri.
Ég smellti á fasteignasíðuna þar sem húsið er auglýst og myndirnar voru að heilla og mig langaði því að deila þeim með ykkur. Þetta er eitthvað svo ótrúlega kózý og hlýlegt, og mér finnst svona auðvelt að sjá þetta fyrir mér yfirfært á t.d. íslensk heimili…
Opna gólfplanið er fullkomið fyrir það hvernig við lifum í dag – almenningsrými eru staðsett miðsvæðis og á hliðinni af tveimur aðskildum svefnherbergisálmum, sem tryggir næði á milli aðal- og gestasvítunnar.
Texti fengin frá fasteignasölunni!
Þessir stóru gluggar eru víst bara eitthvað sem flestir geta látið sig dreyma um, en fallegir eru þeir…
Mjög töff að sjá svörtu innréttinguna og hvernig það er málað svart fyrir ofan hana, það breytir öllu um hvernig rýmið look-ar…
…sjáið líka hvað allir þessir viðarfylgihlutir og stólarnir eru nauðsynlegir þarna inni…
Rúmgóð aðalsvítan er með tvöföldum skápum og glæsilegu baðkari með annarri útisturtu.
Það er rosalega hátt til lofts, og það að mála loftið svona dökkt gerir rýmið samt svo notalegt…
…svörtu gluggakarmarnir eru líka alveg að skipta sköpum þarna inni…
Ívið stærra baðherbergi en við eigum að venjast, en fallegt er það…
Aftur er það svarti liturinn sem kemur til bjargar, þarna eru það svörtu innréttingarnar sem gera rýmið hlýlegt…
Já, alveg töluvert kózý nuddrými…
Myndaveggurinn á skrifstofunni – hann gefur þessu plássi svo mikinn persónuleika…
Ok, fallegasta heimagym sem ég hef séð – sjáið svo þessar hurðar…
Alveg hreint gordjöss, nú þarf ég bara að finna ca 13 milljón dollarana mína 🙂
Ljósmyndir/Blake Bronstad/Riskin Partners Estate Group
Allar myndir eru fengnar héðan – af Village Properties
Sorry, ég fann mína 13 milljón dollara á undan…
Váááíí… hvað þetta er flott!
Við hefðum nú geta keypt þetta saman, næs sumarhús t.d. 🙂
Það er misjafn smekkur fólk, en mér finnst nú þitt hús miklu flottara en þetta (mér persónulega finnst þetta ekki flott)