…ég var búin að lofa að láta ykkur vita þegar dásamlegu Holger bakkarnir frá Broste myndu koma aftur í Húsgagnahöllina og nú er staðan þannig 🙂 Veit að það eru margir búnir að bíða eftir þeim spenntir – þannig að ég fór aðeins yfir seinasta ár og ákvað að setja inn myndir af þeim í mismunandi notkun…
Ég er búin að vera að nota mína stöðugt síðan ég fékk þá en þeir eru bara einstaklega fallegir, hérna er ég með þá fyrir páskaskrautið…
…en ég held að í mestu uppáhaldi hjá mér er að nota þá í eldhúsinu undir olíur, saltið og svona þessa nytjahluti…
…en eins og þið sjáið þá er ég bara með þá ýmist saman eða í sitt hvoru lagi…
…hér eru þeir upphækkun á matarborði og gera alveg helling fyrir útlitið á borðinu…
…hér er stóri á eyjunni en ég nota þann minni til þess að hækka upp glerkrukkuna með morgunkorninu…
…hér set ég minni diskinn ofan á þann stærri og svo Maríustyttu og stóran glerkúpul, en þessir diskar eru einmitt mjög stöðugir…
…og talandi um glerkúpla, þá átti ég einn lítinn og nota hann hér á þann minni og nota fyrir köku…
Smella hér til þess að skoða báðar stærðirnar:
Holger bakki frá Broste – stór!
Holger bakki frá Broste – minni!
…ohhh þessi mynd lætur mig þrá sumarið og græna litinn…
…en þessi hérna mynd, hún var bara tekin í gær og sýnir diskana enn í stöðugri notkun – algjörlega uppáhalds!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.
Takk, fallegur póstur frá þér 🙂
Glæsilegt!
Blessuð mig langar að vita hvar þú fékkst þessi eggjakerti ? 🙂 🙂
Annars alltaf fallegt heimili þitt 🙂
Takk fyrir það – kertin fengust í Dorma 🙂