…er núna á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og ég ákvað að kíkja í smá heimsókn. Það er alltaf gaman að fara í smá fjársjóðsleit og gá hvort að maður finni ekki einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa. Stutta svarið er nánast alltaf já 🙂
…þessi gæti sómað sér vel í rammagrúbbu…
…þessir gætu orðið skemmtilegir eftir smá meikóver…
…og gott úrval af alls konar veggljósum núna, þarna má mála og spreyja og leika sér…
…Mary Poppins og The Rock saman, ekki parið sem maður á helst von á…
…svo fallegur glerskápur og skenkur til í stíl, þessi gæti orðið sérlega gordjöss eftir meikóver eða bara gera honum til góða svona…
…sko, lestur og lærdómur 🙂
….gömul Sálmabók frá 1919, kostaði litlar 100kr…
…svona skautar eru alltaf fallegir til skreytinga, ef ekki til þess að skauta á, sérstaklega um jólin…
…þessar stóru bækur voru alveg að heilla mig – ég keypti mér eina með til þess að nota hérna heima…
…þessi bakki fannst mér heillandi, inn á baðið t.d. undir falleg kerti og skraut…
…falleg kommóða, þessi mætti líka fá smá ást og umhyggju…
…annar fallegur skápur…
…ég veit ekki alveg hvað þetta er, en mér finnst þetta skemmtilegt – sé þetta eiginlega helst fyrir kerti úti á palli eða hengiblóm…
…alltaf að muna að líta upp líka 🙂
…alls konar glös með gullbrún, gæti verið fallegt að nota þau fyrir kerti eða bara eftirrétti – nú eða sem glös…
…falleg hvít kanna, þessi væri æðisleg með villtum sumarblómum…
…alls konar dömur til þess skreyta heimilið 🙂
…þessar fannst mér svoldið skemmtilegar – töff…
…stólar sem yrðu enn fallegri eftir meikóver, í litum eða svartir t.d.
…fallegir litlir mokkabollar…
…gamla klassíkin…
…fuglaservéttuhringir, þessir gætu verið sérstaklega fallegir fyrir páskana…
…mini ljónaskálar…
…og auðvitað alltaf, alls konar leirtau sem er gaman að skoða…
…annað uppáhalds, alls konar fallegir diskar til þess að hengja á veggi…
…salt og pipar og alls konar…
…fallegt stell, svo fínlegt mynstrið…
…og eins og sést, þá er nóg til…
…meira segja af skóm…
…Marilyn mín Monroe…
…og þarna eru allir vinir, Kalli, Ólafur og Bangsimon ♥
…dásamleg hvít bastvagga, þessi er mikið augnayndi…
…ég hef alltaf jafn gaman af þessu rambi – vona að þið njótið líka vel og hafið gaman að ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥