Innlit í Litlu Garðbúðina…

…ég trúi því og treysti að það séu allir meðvitaðir um að Litla Garðbúðin er í kjallaranum hjá Sjafnarblómum á Selfossi. Þessi yndislega litla verslun er búin að vera í uppáhaldi hjá mér síðan ég fór inn í hana fyrst, og þegar ég fór að skoða þá sýnist mér ég hafa gert innlit í hana á hverju ári síðan 2013! Þannig að við höldum í hefðirnar og kíkjum í litla heimsókn í Litla Garðbúð – dásamleg að vanda…

…þið þurfið að fara niður tröppurnar til þess að komast í þennan litla fallega undraheim, en sjón er alltaf sögu ríkari…

…það er eru æðislegar þessar krukkur, skálar og bollar – bara þessi fallega en stílhreina hvíta lína sem gæti passað bara hvar sem er…

…og svo er til geggjað í gráu og svörtu, eins og t.d. þessar skálar hér fyrir neðan sem eru alveg gordjöss…

…en svo er auðvitað alltaf til fyrir bleiku blúndurnar og þá sem elska svona meira skrauterí…

…enda alveg hreint undursamlega fallegt…

…blátt og bjútífúl, en það er eiginlega alltaf hægt að finna einhverja fallega línu í þeim lit sem þú heldur upp á – bleikt, blátt, gult og bara nefndu það…

…geggjað falleg hreinsiefni, þar sem er hægt að kaupa áfyllingar – auk þess eru þau umhverfisvæn, vegan og lífbrjótanleg…

…mér finnst þessar könnur með blómunum alveg dásamlegar – þið getið smellt hérna til að skoða könnurnar frá Greengate

…sjáið hvað þessar skálar eru dásamlega fallegar, þessi blái litur…

…svo verður að tala hvað það er ótrúlega mikið til af fallegu dóti fyrir börn þarna, sérstaklega fyrir krílin frá 0-5 ára…

…sjáið t.d þessa uglu-línu…

…og það er alveg einstakt úrval af fallegu Múmín-dóti, glösum, diskum, smekkum og þess háttar…

…ég verð líka að segja ykkur að þetta er svona búð sem maður þarf að njóta þess að skoða, og skoða svo betur – því hún er lítil en svo mikið af fallegum hlutum að maður þarf bara sinn tíma…

…hér hljóta einhverjar bleikir blómaunnendur að taka andköf…

…og þessi doppulína er mjög skemmtileg, auðvelt að blanda henni með öðru…

…ég mæli líka með að þið skoðið þennan póst hérna – smella – þar sem ég sýni fallegu vörurnar frá Greengate heima hjá mér!

…sjáið hvað þessi er fögur…

…verandi Litla Garðbúðin, þá er auðvitað alveg hellingur af laukum og öðrum vörum sem tengjast garðinum og garðvinnu…

…hugsanlega krúttlegast minisófi sem ég hef séð…

Það er líka snilld að benda ykkur á að Litla garðbúðin er líka með heimasíðu þar sem þið getið skoðað alla fegurðina:

Smella hér til þess að skoða heimasíðu Litlu Garðbúðarinnar!

…endalaus fegurð þarna – endalaus! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Innlit í Litlu Garðbúðina…

  1. Anna Þorsteinsdóttir
    30.01.2022 at 18:02


    Flottar vörur !

  2. Elva
    31.01.2022 at 21:57

    Vá vissi ekki að þessi búð væri enn til😍 Takk fyrir þetta, mega krúttað og heillandi allt saman🥰

    • Anonymous
      15.02.2022 at 13:06

      Ég þarf ađ kíkja þarna næst þegar ég á leiđ um Selfoss

  3. Jovina
    15.02.2022 at 08:13

    Ég gæti sko gleymt mér í þessari dásemd

  4. Hrafnhildur
    16.08.2022 at 10:43

    Flott innlit, þarf að kíkja í þessa búð 😍

    Annars langar mig alltaf að gera “læk” á póstana þína en ekkert gerist þegar ég ýti á like takkann 🤨

    Knús H

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *