…og í þetta sinn erum við í Holtagörðum og ætlum að njóta þess að rölta um og skoða allt þetta fallega sem fyrir augu ber. En það er líka ágætt að benda á að það er enn útsala í gangi og hægt að smella hér – til þess að skoða hana á netinu..
…sko ég verð strax kát, sjáið bara borðið og skemilinn við – I like it…
…ég held líka að besta úrvalið á landinu af Búddastyttum sé í Dorma…
…og þessi gervistrá eru snilld, það fellur ekkert af þeim – eins og vill vera vandamálið hjá alvöru stráum…
…þessir svörtu stjakar eru einstaklega fallegir – mæli með að þið skoðið þá nánar…
…síðan voru þessar nýju vinkonu mættar – og mér finnst þær yndislegar…
…það er alveg ótrúlega mikið af fallegri smávöru í búðinni núna…
…ferlega skemmtileg körfuborð, fyrir teppin og slíkt…
…uppáhalds rúmgaflanir mínir, Paris og Lyon…
…ég elska hvernig þau skipta niður rýminu með þessum trjábolum, og sjáið þennan Búdda…
…einhver mest gúrm sófi sem ég hef sest í – þvílíkt djúsí…
…það er ekkert smá úrval af sjónvarpssófum þarna…
…og hér er uppáhalds, sjáið hvað það er fallegt að sjá hægindastólinn og svo púðann í stíl…
…þessi vasi og þessir stjakar, finnst þetta koma svo töff út saman…
…kertastjakar sem gefa geggjaða skugga…
…önnur vegghilla sem er hreint æði!
…gólfkertastjakar og gólfvasar, bæði hreint æðislegt…
…svo fallegt sófasett, en sjáið líka þessar fallegu myndir – gordjöss…
…þessi ljósi sófi er hreint geggjaður…
…og sömuleiðis veggljósið – dásemd…
…þessi sófi er í uppáhaldi, svo fallegur og þægilegur…
…snilldin er að geta keypt rúmgaflinn, og svo líka utan um botninn á rúminu…
…vegghengd náttborð í nokkrum litum…
…kommóður með litlum skúffum – sérstaklega flottar…
…geggjuð stóra klukkan og þessi grúbba…
…þessar hillur er æði í skrifstofuna, barnaherbergið eða bara hvar sem er!
…risastórir og alveg trylltir draumafangarar…
…mikið úrval af hægindastólum, og alls konar litir…
…þessi svarti er svo fallegur, og gaman að sjá hvað hann fer vel við bleika mjúka litinn í baksýn…
…þarna kemst bara fyrir 8 manns í það minnsta…
…önnur falleg klukka…
…töfff vegghilla – væru jafnvel töff sem náttborð líka – bara setja viðarplötu ofan á…
…þessi hérna er upphalds…
…en ég notaði hana einmitt hér – smella!
…svo fallegur og stílhreinn glerskápurinn…
…það er ótrúlega margt fallegt til á útsölunni, þannig að það er vel þess virði að skoða það…
…eins og alltaf þá er búið einstaklega vel upp stillt og falleg…
…og gott að minnast á að það fæst hellingur af fallegu álbökkunum þar núna, í tveimur stærðum…
…en þeir eru einstaklega fallegir fyrir svona litla kertagrúbbur, og ef þið viljið heldur svarta – þá er einfaldast í heimi að spreyja þá…
…vona að þið eigið yndislegan laugardag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!