…mig langar til þess að gera smá röð af póstum þar sem ég fer sérstaklega yfir DIY-verkefnin sem voru gerð í þáttunum mínum. Eitt af því sem er alltaf mikið spurt um er Kallax-hillubreytingin úr þætti 2 í seríu 3. Um er að ræða hillur sem hún Helga Dís var með fyrir í herbergi sonar síns, og var búin að ákveða að breyta þegar ég kom að málinu 🙂
Þannig að ítrekum það að Helga Dís á allan heiður af þessari fallegu breytingu!
…þannig að fyrsta vers er þá alltaf Kallax-hillan úr Ikea – gömul klassík sem átti það alveg inni að fá smá upplyfingu – smella hér til að skoða!
…verkefnið er svo ekki flóknara en svo að vippa henni á hliðina og skella þessum fallegu Smedstorp-fótum undir hana. Smella hér til þess að skoða fætur!
…svo til þess að gera þetta enn fallegra, þá valdi hún dásamlegu Lustigkurre-körfurnar í hilluna, og þær eru náttúrulega einstaklega flottar. Smella hér til þess að skoða!
…eins og þið sjáið þá var síðan sniðin til plata ofan á, en þær fást t.d. í Byko eða Bauhaus. Sniðug lausn ef þið viljið setja punktinn yfir i-ið…
Smella hér til þess að horfa á þáttinn í heild sinni!
Smella hér til þess að sjá hvaðan hlutirnir í herberginu eru!
…þetta er alveg sérstaklega falleg uppfærsla á hillunni að mínu mati –
þannig að bara vel gert elsku Helga Dís ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!