…það gerist nokkuð oft að þegar ég er búin að nota sama hlutinn á marga mismunandi vegu að ég fer að líta á þá sem “mína eign” 🙂 En það er eiginlega búið að gerast með Kettinge vegghillurnar “mínar” úr Rúmfó, sem ég er búin leika mér með ansi oft. Ég ákvað því að taka saman í einn póst þessar þrjár ólíku uppsetningar á hillunum til hagræðinga…
Smella hér til þess að skoða hillurnar á heimasíðu Rúmfatalagersins!
Útgáfa #1
Ég elska þessar hillur! Ég var búin að vera með þær á heilanum til þess að nota í barnaherbergi og fékk tækifæri til þess í fyrstu seríu af SkreytumHús-þáttunum!
Þær eru svo svakalega flottar.
Þrjár litlar vegghillur sem hreinlega “fylltu” upp í rýmið og urðu að algjöru ævintýri fyrir lítinn mann sem getur skapað heila ævintýraveröld á hverjum degi…
…sjá bara hvað þetta er skemmtilegt…
…svo er bara að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum taum, grasið og trén og bara hvað sem er…
…svo þegar dýrin hætt að vera efst á vinsældarlistanum þá verður hægt að setja ofurhetjur eða bara hvað sem er þarna. Við endurnotuðum gamlan sjónvarpsskáp sem þau áttu fyrir, en svoleiðis skápar eru oftast í fullkominni hæð fyrir krakkaherbergin. Eins eru mottur á gólf alveg möst, þau eyða svo miklum tíma í að leika á gólfinu…
Smella hér til þess að skoða póstinn!
Útgáfa #2
…næst þegar ég notaði hilluna var svo í herbergi sonarins, en þá langaði mig að gefa henni alveg nýtt útlit í stíl við veggpanelinn sem við settum sem höfuðgafl…
…og þegar við vorum búin að breyta henni varð útlitið svona…
Ég vildi síðan gjarna nota vegghilluna frá Rúmfó yfir skrifborðinu, svona til þess að spegla panilinn. Fyrsta plan var að nota 2-3 stk en mér fannst það of yfirþyrmandi þegar að á botninn var hvolft, því herbergið er alls ekki stórt.
Ein varð þá fyrir valinu, en ég vildi að hún myndi líkjast panilinum og því var farið í prufur og pælingar til þess að finna rétta litinn. Hér er verið að nota Hnotubæs til þess að prufa…
Hér er komin ein umferð með hnotunni og svo pússaði ég aðeins yfir. Fannst það ekki nógu gott.
Sneri hittunni við og ákvað að mála alveg bakhliðina svarta og alls staðar í raun nema framhliðarnar.
Svo fór ég aðra umferð með hnotubæsinu yfir frontinn og þá fannst mér þetta farið að nálgast panilinn.
Ekki alveg eins, en nokkuð nærri lagi – sérstaklega þar sem þetta er ekki hlið við hlið inni í herberginu…
Hillan hangir yfir skrifborðinu hans!
Þið getið smellt hér til þess að skoða allt herbergið!
Útgáfa #3
Svo var það stelpuherbergið í seinustu seríu af SkreytumHús þáttunum, en þá notuðum við aftur þrjár hillur saman!
…þar sem veggir voru hvítir þá fannst mér alveg nauðsynlegt að ná inn fallegum höfðagafl á rúmið og helst í við til þess að skapa hlýleika. Eftir nokkrar pælingar þá datt mér í hug vegghillurnar frá Rúmfó sem ég notaði í barnaherberginu hér (smella) og fannst eiginlega mjög spennandi að leika mér aðeins með þær…
…það væri auðveldlega hægt að nota þær svona tvær saman og fá þannig einfaldan rúmgafl (hver hilla er 60cm og þetta smellpassar því á 120cm rúm)…
…en mér datt í hug að bæta við þessu náttborði, líka frá Rúmfó, og einni hillu til viðbótar…
…við skrúfuðum lappirnar undan…
…notuðum tvær af hillunum sem fylgja með til þess að útbúa styrkingu undir…
…sem var svo borað fast neðan á borðið…
…og útkoman var svona líka fínt “innbyggt” náttborð og rúmgafl sem setti svo sannarlega sinn svip á rýmið.
Létt og fallegt en samt mjög bara töff og passaði fullkomlega…
…svo fylgja auðvitað fullt af litlu hillunum aukalega sem hún getur bætt á gaflinn eftir þörfum og vilja…
Þið getið smellt hér til þess að skoða póstinn og allt herbergið!
Bónus
…svo er bara hægt að leika sér með þær áfram, möguleikarnir eru endalausir.
Hér er Elísabet vinkona mín búin að mála þær grænar og gerir plöntuvegg – dásamlegt…
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
1 comment for “Kettinge vegghillur – DIY…”