…þið hafið eflaust margar tekið eftir því að það er búið að loka fyrir aðgang að PotteryBarn fyrir okkur hérna heima, nema auðvitað í gegnum VPN. Ég hef alltaf jafn gaman af því að skoða myndirnar þeirra og nota þær sem innblástur. Hér koma nokkrar fallegar…
…svona ljós og opin svefnherbergi eru alltaf sérlega heillandi, sérstaklega þegar það er notast við áferð á hvítum hlutum til þess að ná spennandi look-i, eins og hér með teppinu…
…eða með púðum hérna og lampanum á náttborðinu…
…ójá takk, ef maður ætti bara svona pláss…
…dásamlegt horn, notalegt að setjast þarna…
…þetta hliðarborð og þessar grófu körfur eru að heilla upp úr skónum…
…svona loftabitar eru alltaf draumurinn, ekki satt?
…hvít og ljós stofa, en samt svo hlýleg – mottan, teppið og svo brúnu tónarnir eru að gera sitt…
…sömu sögu má segja hér – hvítt og ljóst en samt hlýlegt…
…og þetta hérna – bjútífúl!
Hvað er þitt uppáhalds?
All photos and credit: PotteryBarn.com
Ætlaði einmitt að næla mér í hugmyndir i gær veistu af hverju ?
Á Íslandi fást nánast ekki falleg húsgögn úr við. Gangaborð eru eins og flest annað – svört og úr málmi. Sófaborð flest kringlótt. Hvað þá að það fáist ljósir fallegir stólar hér. Ég skil eiginlega ekki hvaðan húsgögnin sem eru flutt inn koma. Flest frekar ósmart (nema rándýr, sérpöntuð hönnunar húsgögn). Flest svart eða grátt og ætlað fólki sem allt er með sama smekkinn. Glatað úrval hér.