Gleðilegt nýtt ár!

Ótrúlegt en satt, en eitt árið – 2022. Ég verð að vanda að byrja á að þakka ykkur öllum samfylgdina hérna inni í gegnum árin, sem eru nú að verða 12 – ótrúlegt en satt. Árið sem var að líða var að annasamt, tvær þáttaraðir litu dagsins ljós og auk þeirra voru alls konar dásamleg verkefni sem ég fékk að vinna. Ég er áfram alveg endalaust þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að vinna við ástríðuna mína, og þessi forréttindi sem það eru þegar að áhugamál og atvinnan haldast hönd í hönd, slíkt er ómetanlegt!

…við héldum okkar áramót hérna heima, og því er við hæfi að deila nokkrum myndum af því með ykkur…

…dúkurinn sem ég notaði (og hef notað oft) er bara efnisstrangi úr Rúmfó sem er nota sem dúk. Renningarnar glitrandi voru líka keyptir í Rúmfó fyrir nokkrum árum, en ég keypti slatta á útsölu eftir jól og kostaði rúllan þá bara 45 kr – geri aðrir betur…

…stjakarnir eru gamlir, keyptir í A4 og stjörnurnar er líka gamlar…

…þannig að eins og þið sjáið þá er þetta bara frekar einfalt…

…í eldhúsinu er víst nóg af kertum, sem kemur kannski engum á óvart sem hafa fylgt mér 🙂

…en þessi dásamlegi Winterstories stjaki leyndist í einum jólapakkanum til mín og mér þykir hann æði…

…og smá blóm í könnu, það er alltaf dásamlegt inni í eldhúsi…

…og talandi um kerti, þá færði ég grenilengjuna og kertastjakana á arininn fyrir áramótin…

…kransinn er líka sérstaklega fallegur en hann er frá Rúmfó, en ég skipti reyndar um slaufu…

…í staðin setti ég hvítu húsin á hilluna í stofunni…

…ég keypti smá englahár og setti jólatréð okkar í áramótabúning, svona til þess að koma með rétta stemmingu…

…og sama með ljósakrónuna, smá englahár redda öllu…

…mig langaði að gera smá skreytingu á áramótaborðið og notaði til þess fallega bakkann á fæti sem ég fékk í Salt og Sund-kertastjakann frá Myrkstore (smella hér). Þar sem Sund-stjakinn er aðeins minni en bakkinn þá myndast pláss á milli þar sem ég stakk Ilex greinum og smá brúðarslöri…

…ég setti síðan vatn ofan í Sundstjakann og krusar fengu að fljóta þar ofan á…

…úr varð svona frekar einföld en hátíðleg skreyting á borðið…

…svo var bara allt reddí…

…bara að skella mat á borðið (já hann fékk að vera á borðinu núna 🙂 )…

…skella sér í glimmergallann og taka á móti nýju ári…

…og því tökum við á móti 2022 – með bjartsýni og opið hjarta, tilbúin að takast á við nýjar áskoranir!

Ég skoða oft áramótaspánna fyrir árið frá henni Siggu Kling og hér kemur spáin fyrir krabbann 2022:

Elsku Krabb­inn minn, þessi tíð hef­ur verið til­finn­inga­rík fyr­ir mann­eskju eins og þig. Það er búið að fylla all­an skalann þinn frá núlli og upp í tíu. Við upp­haf þessa blessaða árs gef­ast þér tæki­færi til þess að hvílast og njóta til þess að skipta um gír og leyfa líf­inu og Al­heimsork­unni að leysa vand­ann. Þinn vandi er bara tengd­ur hug­an­um og áhyggj­um sem eru til­bún­ing­ur og verk hug­ans, og er það eina sem get­ur lamað þig.

Þessi tími gef­ur þér kraft til að úti­loka og slökkva þær bylgj­ur sem hug­ur­inn = heil­inn er að senda sál þinni. Hin óviðjafn­an­lega og fal­lega tala þrír um­vef­ur þig í árs­byrj­un og hún gef­ur þér þá tíðni til þess að sætta þig við það sem þú get­ur ekki breytt. Hún gef­ur þér líka und­ir­stöður til þess að hafa kjark og hug­rekki til þess að breyta því sem þú get­ur breytt.

Vorið lof­ar svo góðu fyr­ir þig og í því er teng­ing til þess að efla ást­ina, fjöl­skyld­una og gaml­ar og nýj­ar teng­ing­ar. Í þessu felst að þú verðir í ess­inu þínu og munt umfaðma ork­una sem Al­heim­ur­inn send­ir þér. Þú verður ánægður með þær ákv­arðanir sem þú hef­ur tek­ur og sýn­ir öðrum þann ríka stuðning sem þú svo sann­ar­lega kannt að veita. Það er staðreynd að það er sælla að gefa en þiggja. Þú munt ríku­lega launa þeim sem hafa hjálpa þér áfram lífs­stig­ann og þú sérð hvað hjarta þitt kann alltaf bet­ur og bet­ur að meta þetta líf sem þú fékkst að gjöf.

Þú munt sjá svo vel á þessu ári að þú ert ekki bara frá­bær starfsmaður, held­ur hef­ur þú svo mikla hæfi­leika til þess að reka þitt eigið fyr­ir­tæki og í gegn­um tíðina hef ég alltaf sagt að mann­eskj­an sé fyr­ir­tæki. Þarf þannig að byggja sjálfa sig upp sem fyr­ir­tæki, hafa framtíðar­sýn, sterk­ar und­ir­stöður og að trúa og treysta á að allt sé mögu­legt þegar vilj­inn er fyr­ir hendi.

Þú munt svo sann­ar­lega gera allt með glæsi­brag og sjálf­traust þitt mun aukast þegar líða tek­ur á sum­arið og haustið. Þú átt það samt til að koma síður auga á það sem í sjálf­um þér býr og frek­ar að bera of mikla virðingu fyr­ir öðrum og þar af leiðandi fram­kalla ótta. Svo þú skalt leggja rækt við og veita sjálf­um þér þá virðingu sem þú átt skilið og þú sýn­ir öðrum, og þegar það ger­ist verður þetta ár gjöf­ult. Vatn ein­kenn­ir þitt merki sem tákn­ar að þú end­ur­spegl­ar ljósið frá Tungl­inu og það gef­ur þér hæfi­leika til þess að dýpka þau sam­bönd sem þú hef­ur valið þér og líka þínar eig­in til­finn­ing­ar sem þér hafa verið ríku­lega gefn­ar.

Ég var að skoða eldri áramótapósta og ætla að fá að deila þessu aftur:

Nýtt ár – nýjir möguleikar – hreint blað!
Nýtt ár er alltaf loforð um að nú sé tækifærið í að finna sína bestu hlið og breyta “rétt”.  Það er ekkert til sem heitir að gera allt rétt, eða að sigra heiminn í raun og veru, en hins vegar er alltaf möguleikinn að breyta sjálfum sér og jafnvel sínum aðstæðum.
Það er nefnilega þannig að það er mjög erfitt að breyta heiminum, það eru nefnilega svo afskaplega margir í þessum heimi þið skiljið.  En það er “auðveld” lausn á þessu, og hún er sú að ef hver og einn breytir einhverju hjá sjálfum sér, og sýnir sína bestu hlið, þá gæti ansi margt breyst á ansi skömmum tíma.
Við getum illa breytt hegðun annarra, en við getum breytt því hvernig við bregðumst við hegðun náungans.

Mér þykir afskaplega vænt um ykkur lesendur mína, sem og ykkur sem eruð inni á SkreytumHús-hópnum, og auðvitað á Snappinu, og eruð þarna af heilum hug og njótið þess að taka þátt í samfélagi sem vill vera að breyta og skreyta, og auðvitað bæta!

Takk fyrir mig, takk fyrir árið og ég vona að árið 2018 verði ykkur dásamlegt og hamingjuríkt ♥

Soffia

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra og enn og aftur, hjartans þakkir fyrir samfylgdina á liðnum árum ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Gleðilegt nýtt ár!

  1. Sigrún
    03.01.2022 at 10:37

    Sæl Soffía og Gleðilegt ár. Alltaf dásamlegt að skoða póstana frá þér! Allt svo fallegt😘hvar fékkstu viskustykkið með könglunum og hvar fékkstu englahár?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *