…ég ákvað að setja inn nokkrar myndir af matarborðinu okkar á aðfangadag. En í raun var ekkert “nýtt” sem fór á borðið, heldur var þetta allt svona það sem við áttum fyrir og búin að eiga í einhvern tíma…
…jóladúkurinn fallegi fékkst í Húsgagnahöllinni fyrir nokkrum árum, og matarstellið er frá Broste, merki sem fæst líka í Höllinni – en við fengum þetta í brúðargjöf fyrir 16 árum…
…ég elska að nota Juleaften frá B&G diskana fyrir forréttinn, og er búin að safna mér nokkrum einstaklega fallegum…
…þessi hérna með Óla Lokbrá er t.d. sérstaklega fallegur – en ég hef fundið þá alla hjá henni Kristbjörgu sem er með antíkmarkaðinn á Akranesi…
…og þessi yndislegi með bambanum er “nýr” í ár…
…hnífapörin eru frá Rúmfó síðan í haust, en glösin eru Iittala Thule og eru einmitt með 20% afslætti í Húsgagnahöllinni fram að áramótum…
…ég notaði líka Thule kertastjaka mína með, og setti dásamleg kertastjakana frá Daynew með…
…ég notaði eina af gervilengjunum frá Rúmfó sem grunn í miðið á borðinu, og skellti með nokkrum Thuja greinum og eucalyptus með…
…og lítil hús og hvít tré, ásamt nokkrum stjörnum sem fengu svo að vera með…
…eins og þið sjáið þá er enn slatti af plássi í kringum diskana, en ég veit að spurningin kemur 🙂 Þannig að svarið er: við erum með eyjuna beint við hliðina á borðinu og geymum oftast kjötið og slíkt þar. Meðlætið og sósa er svo á borðinu hjá okkur – en borðið sjálft er 120x240cm og því ansi stórt…
….þannig að svona var þetta í ár…
…ég setti líka eitt stórt hús þarna við gluggann, svona í stíl við minni húsin á borðinu…
…hér sést hvað það er enn mikið pláss á borðinu…
…vona að þið hafið haft gaman af því að kíkja á borðið! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!