……ég hef gaman að því að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi. En Sakura Home er nýleg vefverslun sem er með mjög fallegar vörur, bæði skrautvörur fyrir heimilið og húsgögn, en líka barnavörur og snyrtivörur. Sem sé – fjölbreytt úrval…
Smella hér til þess að skoða heimasíðu Sakura-Home!
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu Sakura-Home!
…en það sem ég rak strax augun í, verandi sérlega mikil stjörnuáhugakona þegar það kemur að skreytingum, voru dásamlegar álstjörnur til þess að setja á veggi, í þremur stærðum:
Smella hér til þess að skoða stjörnur!
…og ég var svo heppin að koma heim og finna til mín pakka sem í voru einmitt stjörnur þrjár í hvíta litinum…
…en þær eru sérstaklega fallegar, og mér finnst þetta alls ekki vera bara jólaskraut – þetta er t.d. geggjað skraut í barnaherbergi…
…mér datt strax í hug að nota stjörnur til þess að skreyta grunnu hillurnar sem við eru með á ganginum hjá okkur…
…hillurnar eru frá Tekk en grenið sem ég festi á fékkst í Rúmfó…
…mér finnst líka gaman að hafa bara með myndarammana sem eru þarna alla jafna, þannig að þetta er bara frekar einfalt – en að mínu mati svo fallegt…
…ég er með allar þrjár stærðirnar og nota þá minnstu í litlu hillurnar frá Rúmfó…
…eins og áður sagði, þá er þessi einfaldleiki alveg að heilla mig núna…
…það þarf ekki mikið til þess að jóla – stjörnur og greni…
…stjörnurnar eru svona upphleyptar, eins og þið sjáið vel hérna…
…þær eru líka svona smá rustic, sem mér líkar sérlega vel…
…ég bætti síðan við jólasokkum sem ég átti fyrir og þarf að mynda það betur.
En stjörnur elska ég alveg og ég þakka kærlega fyrir mig kæru Margrét og Jóna Gulla ♥
…en þið ættuð endilega að kíkja á Sakura-Home og sjá hvað þær stöllur hafa upp á að bjóða, því úrvalið er sérlega gott! ♥
Smella hér til að skoða heimasíðu Sakura-Home!
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu Sakura-Home!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥