…ég hef áður sagt ykkur frá fallegu Myrkstore.is sem er í eigu hennar Tönju Maren, en ég hef einmitt þekkt hana bara síðan hún var lítið snuð. Svo er hún allt í einu fullorðin kona með búð og barn, og ég bara ekki deginum eldri (eða þannig). Myrkstore er með alveg einstaklega fallegar vörur og hún Tanja bauð mér upp á afsláttarkóða fyrir ykkur og ég þáði það að sjálfsögðu með þökkum – þannig að í lok póstins er afsláttarkóðinn fyrir ykkur – en fyrst, þá langar mig að sýna ykkur nokkrar af dásamlegu vörunum sem í boði eru…
Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu Myrkstore.is
…mig langar að byrja að sýna ykkur þessa hérna tvo, annar er fyrir fimm kerti en hinn fyrir fjögur, þannig að það er upplagt að nota þann seinni sem aðventustjaka, en samt er það ekki eina nýtingin…
…byrjum á dásamlega Bolmen stjakanum, en hann er alveg hreint geggjaður. Fyrir fjögur kerti en ég sé líka alveg fyrir mér að hafa t.d. bara kubbakerti standandi í honum líka. Ég setti smá afklippur af thuja ofan í og eitt jólatré..
Bolmen kerstjakinn – smella hér!
…síðan setti ég tvö hreindýr sem ég átti ofan í…
…annað sem er sniðugt að gera, t.d. á jólum er að setja slaufu utan með, eins gæti verið gul slaufa á páskum og bara leika sér svoldið með þetta…
…bjöllurnar pantaði ég á Ebay…
…skellti litlu húsi í staðinn fyrir hreindýrin…
…þessi krúttaði smásveinn fæst í Myrkstore, svoldið mikið sætur…
Nisse jólasveinn – smella hér!
…fallegt fyrir jólaborðið…
…þessi stjaki/bakki bíður líka upp á að hafa vökva í honum ef maður vildi hafa lifandi blóm…
…síðan er það hringurinn fyrir fimm kertin, Lycke kertastjakinn…
…ótrúlega einfalt að taka bara afklippur af Buxus-greinum og vefja utan um með blómavír, tekur enga stund. Svo stakk ég smá Thuja-afklippum inn á milli…
…notaði síðan líka eins bjöllur með…
…fallegt að setja þá saman á borð…
…og það er alveg kjörið að skella hringnum upp á kökudisk til þess að hækka hann…
…Cinnamon-kertið þeirra er líka alveg dásamlegt, svo mildur og góður kaniljólailmur sem fylgir því…
Cinnamon jólakerti – smella hér!
…áframhaldandi uppáhald hjá mér eru dásamlegu Ekeberga-kertastjakarnir, er búin að eiga mína í rúmt ár og þeir eru enn alveg hreint að heilla mig…
Ekaberga kertastjakar – smella hér!
…fyrir þá sem vilja svo bara eitt kerti þá er Lidatorp æði…
Lidatorp kertastjaki – smella hér!
…sama má segja um Sund-stjakann, sem tekur 7 kerti og hreint dásamlegur…
Sund kertastjaki – smella hér!
…og fyrir þá sem vilja svona minni týpu er fallegi Kvistbro-kertastjakinn…
Kvistbro kertastjaki – smella hér!
…svo eru það Ramsasa veggvasarnir, ohhhhh það sem þeir eru nú fallegir – ég var með vegg þar sem á eru fimm naglar og mig langaði að blanda saman glærum og gráum vösum…
Ramsasa veggvasar – smella hér!
…ég valdi líka tvær stærðir, stóran í gráu og í glæru, tvo minni gráa og einn minni glæran…
…í þá gráu vasana setti ég síðan eucalyptus afklippur sem fá bara að þorna í þeim, það væri hægt að setja vatn en þá kemur til með að koma vatnsrönd eftir því sem vatnið gufar upp og mér fannst það bara fallegt að hafa þá tóma…
…í glæru vasana langaði mig að setja lítið jólaævintýri svona í desember…
…smá snjór, lítið tré og bambakrútt…
…og svo er hægt að skreyta þetta á ótal mismunandi vegu…
…en ég er alveg að elska þetta – finnst þetta endalaust fallegt…
…ég hef líka sett batterýssprittkerti í þá á kvöldin og það er alveg yndislega fallegt…
Mæli með að þið skoðið þessa fallegu vefverslun og með því að nota
afsláttarkóðann: skreytum þá fáið þið 20% afslátt!
Þið setjið einfaldlega kóðann inn í körfunni í rauða hringinn…
Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is
Mæli með að þið skoðið þessa litlu fallegu netverslun, sem er með persónulega þjónustu og dásamlegar vörur. Spurning hvort að þið finnið ekki einhverjar fallegar jólagjafir, handa sjálfum ykkur eða öðrum ♥♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!