…þrátt fyrir að vera blómaskreytir, þá verð ég að viðurkenna að ég elska að finna falleg gerviblóm, það er bara þannig að ef maður finnur falleg svoleiðis þá ertu komin með eitthvað sem þú getur notað oft á marga mismunandi vegu og jafnvel breytilegt á milli árstíða.
Um daginn var ég með póst þar sem ég sýndi ykkur (smella hér) svo fallegan krans frá Húsgagnahöllinni, hann er svona eins og það sé smá frost yfir honum og ég varð alveg heilluð. Ég byrjaði á að hengja hann á snagabrettið í forstofunni okkar, og setti tvær gamlar kúabjöllur sem ég átti fyrir innan í…
Ég er líka alltaf sérlega hrifin af krönsum og almennt hringforminu, sem er táknið fyrir eilífðina, sem enga byrjun og engan enda. Þannig að kransinn er alveg fullkomin svona vegg/hurð eða hvar sem er…
…en ég átti eftir að gera mér aðventukrans fyrir þessi jólin, þrátt fyrir að vera komin með ansi margar aðventuskreytingar og til þess notaði ég einmitt þennan krans hér fyrir ofan…
…en þessi gæti vart verið einfaldari. Tók bara kransinn og lagði á bakkaborðið, og setti síðan fjögur stór kerti með…
…átti síðan gullstjörnur sem ég stakk í kransinn bara inn á milli…
…þar sem kertin eru stór, þá batt ég bara snæri utan um – setti síðan tölustafi sem ég ef átt ansi lengi (minnir úr Púkó og smart) og svo auðvitað 1-2 bjöllur – því ég er bjöllusjúk núna…
…mér finnst þetta vera frekar einfalt en samt svo fallegt fyrir jólahátíðina…
…inni í stofu eru líka þrjár gamlar skáphurðar komnar upp á hillu sem skraut yfir jólin…
…þannig varð kransinn í ár, mjög svo einfaldur en að mínu mati bara mjög fallegur…
…svo verð ég líka að segja ykkur frá að fallegu Lene Bjerre jólatrén eru komin á 50% afslátt núna – koma líka í gylltu….
…svo á ég eftir að sýna ykkur aðeins inn í bókina Desember sem var að koma út, alveg sérstaklega falleg! Eigið yndislegan dag ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥