Desember…

Desember er gengin í garð og smám saman er ég að verða búin að skreyta fyrir jólin. Það er reyndar búið að vera það mikið að gera að enn hefur ekki unnist tími til þess að klára að gera “allt”. En mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir að hérna að heiman…

…sérlega dásamleg birtan sem hefur verið undanfarna daga, og er það líka að miklu leyti snjónum að þakka…

…bjöllur eru um það bil að taka yfir heimilið, mér til mikillar ánægju…

…hér þræddar upp á band…

…eldhúsglugginn var færður í jólabúning…

…er alltaf á leiðinni að gera gluggann á einhvern annan máta en er svo hrifin af þessu að það fær að halda sér…

…coryllusgreinar, gervigreni frá Rúmfó, gamlar hvítar stjörnur (fengust í Rúmfó fyrir mörgum árum) og hvít ljóssería…

…í stofunni eru líka ýmsar skreytingar og breytingar að eiga sér stað…

…líkt og fyrri árin þá er skrautið mitt hvítt að mestu leyti – finnst það alltaf svo fallegt…

…litlir bambar og snjór í kertaskál frá Myrkstore.is…

…þangað til að jólatréð kemur upp þá setti ég upp tvö minni, og mjórri, tré…

…þau eru bæði gömul en föturnar eru frá Rúmfó, og ég vafði bara teppi utan um fæturnar á trjánum…

…finnst þetta koma ansi hreint notalega út…

…og á vegginn, jólasokkar…

…og fallega dagatalskertið frá Vast.is er byrjað að telja niður til jóla fyrir okkur…

…en að vanda þá er ég ansi dugleg með kertin í desember…

…ég fór líka og skreytti hjá mömmu og pabba, inni og úti…

hreindýrið og sleðinn fékkst í Rúmfó…

…ég hef lengi haft sérstakt dálæti á húsum í skreytingum, sérstaklega fyrir jólin, og ég fann þessi hérna geggjuðu hús í Dorma (sem ég er í samstarfi með)…

…mér finnst þau alveg æði, og þau eru með 25% afslætti þessa dagana…

Smella fyrir stórt hús!
Smella fyrir lítið hús!

Smella fyrir miðhús!

…trén fást líka í Dorma, en ég tók þau einfaldlega upp úr pottunum sem þau voru í, og setti í vasa sem ég átti fyrir…

Smella fyrir stærra tréð!
Smella fyrir minna tréð!

…vona að þið eigið yndislegan laugardag framundan! ♥ ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *