…í gær var ég að sýna myndband inni á Instagram með aðventustjökum frá Húsgagnahöllinni. Þið getið smellt hér til þess að horfa á myndbandið…
Instagram SkreytumHús – myndband af aðventustjökum
Að sjálfsögðu tók ég líka nokkrar myndir og þar sem í dag er fyrsti í aðventu þá fannst mér það kjörið að skella þeim inn hér í dag…
…þessi hvíti vasi er svo fallegur og mér fannst það eitthvað extra fallegt að vera með eitt hærra kerti. Ég keypti svo bara lifandi buxus og einfaldlega tók eina grein og setti í hring – notaði bara vír til þess að festa það sem þurfti…
Nordal Seil kertastjaki fyrir 4 kerti
…næstur er gylltur stjaki sem mér finnst svo fallegur. Hann er “opinn” undir kertunum þannig að maður gæti verið með blautan oasis eða bara vatn og blóm í honum….
…hér gerði ég það sama og hér fyrir ofan, tók bara eina grein af thuju og setti saman í hring, notaði vír ef þurfti, og stakk svo bara könglum með…
Nordal Gili kertastjaki fyrir 4 kerti
…hér er síðan mjórri útgáfan, og þessi kemst nú allstaðar fyrir…
…og hér stakk ég bara litlum greinum ofan í, eins gæti verið svo fallegt að nota bara brúðarslör eða rósir með…
Nordal Gili kertastjaki fyrir 4 kerti
…svo eru það hringirnir, þeir eru ótrúlega skemmtilegir og bjóða upp á alls konar skemmtilegar útfærslur…
…hér eru þeir t.d. á kökudisk á fæti, og svo væri hægt að setja gervisnjó eða eitthvað skraut með…
…eins er hægt að hafa þá svona bara – alveg klassísk uppröðun…
…svo eru þeir líka skemmtilegir ef maður væri t.d. að raða á borð fyrir matinn – hægt að setja alls konar spennandi með þeim…
…mér fannst þetta líka koma töff út, en hér eru hringir frá Dorma og stjörnur, bara lagt með…
Nordal aðventukertastjaki gylltur
…fyrsti í aðventu, alveg magnað hvað tíminn líður hratt – eruð þið komin með krans eða skreytingu? ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥