Tíminn líður…

…það er kannski viðeigandi að sýna klukku strax í byrjun pósts – miðað við tímann sem það er að taka mig að skreyta hérna heima 🙂

Ég var stödd uppi í Húsgagnahöll um daginn og rak augun í þessa hérna risastóru dásamlegu veggklukku. Hún er mjög lík þeirri sem ég er búin að vera með í nokkur ár, en þessi er alveg röluvert stærri (Q120cm) og það var alveg að heilla mig upp úr skónum. Hún er líka í svona gammelgylltum lit sem mér finnst æði – smella hér að skoða

Þessi póstur er unninn í samstarfi við Húsgagnahöllina og Dorma, en allar vörurnar sem þið sjáið eru valdar af mér!

…ég var líka aðeins að prufa hvað mig langaði að hafa fyrir neðan og byrjaði með Maríustytturnar ( Smella fyrir Meyjarstyttur! )…

…þarna var ég svona farin að týna inn eitt og annað, eins og þessi fallegu jólatré frá Dorma (smella hér), sem ég lét bara hreinlega ofan í blómapotta…

…eins voru margir að spyrja út í fallegu áljólatrén í stofunni, en þau eru einmitt á tilboði núna um helgina ( Lene Bjerre jólatré – smella! )…

…þau koma svo líka í gylltu, en mér finnst þau sérstaklega falleg þarna inni í stofunni. Aðventustjakinn fæst líka hér (Nordal kertastjaki – smella!)…

…fyrsta prufa í forstofunni varð núna um seinustu helgi. En ég á það til að vera svolítið á hreyfingu með jóladótið þar til ég finn staðinn sem mér finnst vera “hinn rétti”. Í sömu ferð í Húsgagnahöllinni sá ég þær fallegustu grenilengjur sem ég hef séð. Þykkar og miklar og með könglum, þetta er eitthvað fyrir mig…

…lengjan er tæpir 2m og þið sjáið hérna eitt stk á snagabrettinu mínu, þær eru líka sérstaklegar raunverulega (því miður uppseldar sýnist mér)…

…og ég er að elska að sjá þetta svona, með sokkunum sem ég hef verið að safna frá USA úr línunni hennar Joanna Gaines og auðvitað kúabjöllunum…

…og fyrst ég var farin að skreyta þá prufaði ég að skella smá greni ofan á klukkuna, en þetta er gervigreni líka frá Húsgagnahöllinni…

…aftur með sömu trén úr Dorma, en núna tosaði ég þau bara beint upp úr pottinum…

…og setti þau beint ofan í vasa, en það er getur verið mjög fallegt að leika sér með þetta svona)…

…en þetta er bara svona byrjunin og ég á eftir að sýna ykkur enn meira jólaskraut – þetta er eitthvað sem ég set upp í rólegheitum og reyni að njóta þess, þá þarf líka að hafa tímann til þess.
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *