…Þá er komið að næstsíðasta þættinum í 3.þáttaröðinni. En þættirnir eru 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn á Vísir.is og á Stöð2+.
Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 1 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!
og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn…
Í dag langar mig að kynna ykkur fyrir henni Álfrúnu. En hún er dásamleg 11 ára snót í vesturbænum sem sendi mér sjálf póst og bað um að vera með í þáttunum. Það var eitthvað svo heillandi við þessa ákveðnu og yndislegu stelpu að ég bara varð að fara og hitta hana. Fjölskyldan festi kaup á húsi fyrr í sumar en eru núin að vera í miklum framkvæmdum síðan.
Neðri hæðin, þar sem herbergið hennar Álfrúnar er, var bara auðnin ein. Þar átti eftir að “gera allt”…
…veggirnir voru málaðir hvítir, rétt eins og restin af neðri hæðinni, og það verður bara að segjast að hvítir veggir eru alltaf fallegir líka. Það verður einhver hreinleiki yfir rýminu og það býður líka upp á mikla möguleika til þess að breyta auðveldlega. Bara nýjar gardínur og púðar og allt er eins og nýtt. Þessi litur er frá Slippfélaginu og heitir Danica hvítur…
…eins þurfti að finna fallegt parket sem myndi flæða í öll herbergin á neðri hæðinni og í Byko fundu þau þetta dásamlega harðparket: Hamilton Oak.
Þá er komið að því að skoða Mooadboard fyrir herbergið:
- Vegghillur – Rúmfatalagerinn
- Hvítar gardínur – Rúmfatalagerinn
- Bleikar gardínur – Rúmfatalagerinn
- Snagar – Rúmfatalagerinn
- Loftljós – Rúmfatalagerinn
- Hilla – Rúmfatalagerinn
- Veggskraut – Rúmfatalagerinn
- Karfa – Rúmfatalagerinn
- Spegill – Rúmfatalagerinn
- Blómapúðar – Dorma
- Loðinn púði – Dorma
- Hvítur lampi – Rúmfatalagerinn
- Náttborð – Rúmfatalagerinn
- Skrifborð – Rúmfatalagerinn
- Klukka – Rúmfatalagerinn
- Motta – Rúmfatalagerinn
- Bleikur stóll – Rúmfatalagerinn
- Parket Hamilton Oak – Byko
- Borðlampi – Rúmfatalagerinn
- Skemill – Dorma
- Hengistóll – Dorma
…þar sem veggir voru hvítir þá fannst mér alveg nauðsynlegt að ná inn fallegum höfðagafl á rúmið og helst í við til þess að skapa hlýleika. Eftir nokkrar pælingar þá datt mér í hug vegghillurnar frá Rúmfó sem ég notaði í barnaherberginu hér (smella) og fannst eiginlega mjög spennandi að leika mér aðeins með þær…
…það væri auðveldlega hægt að nota þær svona tvær saman og fá þannig einfaldan rúmgafl (hver hilla er 60cm og þetta smellpassar því á 120cm rúm)…
…en mér datt í hug að bæta við þessu náttborði, líka frá Rúmfó, og einni hillu til viðbótar…
…við skrúfuðum lappirnar undan, notuðum tvær af hillunum sem fylgja með til þess að útbúa styrkingu undir – sem var svo borað fast neðan á borðið…
…og útkoman var svona líka fínt “innbyggt” náttborð og rúmgafl sem setti svo sannarlega sinn svip á rýmið. Létt og fallegt en samt mjög bara töff og passaði fullkomlega…
…svo fylgja auðvitað fullt af litlu hillunum aukalega sem hún getur bætt á gaflinn eftir þörfum og vilja…
…við vildum leyfa fallegum gammelbleikum lit að vera svona “aðalliturinn” þarna inni núna, og notuðum hann í bæði púðum og í gardínum, á móti fallegu gráu rúmteppinu….
…svo var það draumurinn að uppfyllast, en Álfrúnu dreymdi um hangandi stól sem hún gæti setið í og prjónað og lesið, og bara almennt haft það kózý…
…ég fann þennan geggjaða stól í Dorma og hann smellpassaði við restina af húsgögnunum, svona létt og ljóst í bastfíling. Til þess að hengja hann upp notuðum við stóra króka og festingar, ásamt reipi sem keypt var í Byko…
…það er alveg möst að hafa skemil við svona stóla upp á aukaþægindi og þessi fallegi og netti skemill fæst bæði í Dorma og í Húsgagnahöllinni. Mottan er síðan kjörin við, svona til þess að afmarka svæðið við stólinn. Maður sér strax að þetta er svona kózý-zone-ið…
…þetta er allt að tóna saman…
…það er síðan alveg hellings drama í svona síðum gardínum (sem hér á eftir að stytta) en sniðugt trix er að láta gardínubrautina koma vel fyrir utan gluggann sem lætur þá virka mikið stærri en þeir eru….
…ég notaði fallegu Austra velúrgardínurnar frá Rúmfó, ásamt þunnu hvítu Odell fyrir innan, og brautirnar sem fóru í loftið eru líka þaðan…
…svo þurfti auðvitað koma inn smá aðstöðu til þess að sitja og læra og þess háttar…
…þetta skrifborð í miklu uppáhaldi hjá mér og passaði fallega þarna inn, bæði við gólfið og allt hitt líka. Svo er stóllinn í mildum bleikum lit og mjúku velúrefni, þannig að þetta varð súper huggó…
…svo með því að smella spegli fyrir ofan ertu komin með snyrtiaðstöðu framtíðarinnar, ef vill…
…ég valdi hringspegilinn í gylltu en ekki svörtu til þess að fá smá svona glamúr þarna inni…
…hillan er lítíl og nett, en passleg til þess að geyma eitt og annað…
…það er síðan svo einfalt að setja bara upp svona snaga, sem bjóða upp á að hengja skraut á – eða fyrir einfalda praktík – eins og bara skólatöskuna…
…karfan geymir núna púða, en er upplögð fyrir prjónadótið eða annað slíkt…
…og svo má aldrei gleyma hvað allt þetta litla dót gerir mikið…
…ég var ótrúlega hrifin af þessu veggskrauti, líka í gylltu fyrir smá bling, og ég held að það gæti verið mjög flott að setja enn meira upp af því…
…lofthæðin er ekki mikil og við vildum passa að ljósið myndi í raun bara blandast vel þarna inn og ekki taka of mikið til sín…
…en mér finnst þetta loftljós frá Rúmfó samt ferlega flott og gerði mjög svona smartan svip á rýmið…
…parketið gefur okkur líka sérstaklega mikla hlýju þarna inn…
…dásamleg dama og yndislegt að gera þetta rými fyrir hana. Hún var alveg ótrúlega ánægð og ég gat því ekki annað en verið í skýjunum með þetta allt. Ekkert svakalega margir hlutir sem fóru þarna inn, en það voru (að mínu mati) réttu hlutirnir og það skiptir öllu!
Takk fyrir að treysta mér fyrir herberginu þínu elsku Álfrún ♥ ♥ ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥