…um daginn lagði ég land undir fót og skundaði/flaug norður á Akureyri þar sem ég var viðstödd yndislegt jólakvöld Húsgagnahallarinnar og Dorma (og Betra bak). Ég varð svo ótrúlega hrifin af búðinni allri og hversu falleg hún var að ég varð bara að smella af nokkrum myndum og deila með ykkur. Þannig að – velkomin með mér norður…
…ég meina bara – vá! Þetta er strax að færa mann í rétta stuðið…
…þið þurfið að hafa það í huga þegar þið skoðið myndirnar að sumar vörurnar fást í HH hérna fyrir sunnan en aðrar í Dorma. Ef þið eruð óviss um hvað er hvaðan, þá bara smellið þið inn spurningum og ég skal reyna að svara eftir bestu getu – svo skal ég líka reyna að merkja inn á myndirnar…
…dásamlegu vörurnar í eldhúsdeildinni eru alveg að heilla mig, það er í raun ekkert hérna sem mig langar ekki í 🙂 (fæst í HH)…
…þetta getur líka verið svo fallegt í jólagjafir – trébretti, falleg skál og hnífur/skeið, kannski ostar með, bara kózý (fæst í HH)…
…þessi eldhúsvagn finnst mér líka alltaf jafn flottur – snilld í fyrir alls konar skálar eða slíkt sem er kannski of fyrirferðamikið í skápana (HH – smella hér)…
…það er líka ótrúlega gaman að skoða öll rýmin með húsgögnunum….
…en þau eru svo skemmtilega fjölbreytt og veita innblástur…
…svo falleg þessi sófaborð…
…þetta er í smá uppáhaldi….
…og svo sérstaklega falleg í jólastemmingin…
…hér sést svo vel hvað er hægt að breyta miklu með púðum í fallegum litum. Hér er þessi svona “brenndi” guli tónn og kerti í stíl, en væri hægt að svissa út fyrir einhvern annan og fá bara “nýja” stofu…
…þessi sófi var alveg að heilla mig – planið er að fara og skoða hann betur og máta…
…aftur leikið með litina. Hér sjáið þið teal í myndinni, púðanum og skemlinum – þetta er geggjað…
…uppáhalds spegillinn “minn” vegghengdur, og þessi hvíti hægindastóll er æði…
…sjáið þennan flotta vegg…
…þessi sófi er líka bjútífúl, og skemillinn með…
…fyrir konu með klukkublæti var þessi veggur smá hættulegur 🙂
…ég var næstum of mikið að horfa á vegginn hérna, en hillurnar finnst mér líka flottar…
…fallegir Buddarnir, en það er mikið úrval af Búdda-styttum í Dorma…
…bjútifúl bleikt, og sjáið bara þessi dásemdar kerti í krukkunum (HH)…
…þeir eru svo svipfríðir hnotubrjótarnir í Dorma…
…það er líka svo fallegir og fínlegir kransarnir þaðan…
…krúttlegar uglur frá Dorma líka…
…svo er þetta líka klassískt og flott, samansafn af fallegum svörtum stjökum (HH)…
…hver segir svo að bleikur geti ekki verið jóló…
…þessi hérna rustic brúnalína var að heilla mig mikið – sérstakleg gaman að sjá þetta svona allt saman (Dorma)…
…og yndislegu Meyjarstytturnar úr Húsgagnahöllinni eru alveg einstaklega fallegar….
…þessi viðartré finnst mér líka alveg draumur, til í nokkrum stærðum…
…vona að þið hafið haft gaman af þessari ferð norður….
Svo segi ég bara góða helgi – njótið þess að vera til – farið varlega en endilega gerið eitthvað skemmtilegt ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥