…og við ætlum að hita upp fyrir kvöldið með innliti í búðina og jólastemminguna sem er komin þangað en fyrst, upplýsingar um jólakvöldið:
Jólakvöldið verður haldið í verslun okkar á Smáratorgi 1 kl 19-22 Fimmtudagur 4. nóvember!
Upplifðu yndislega jólastemningu með okkur.
Léttar veitingar og ljúfir jólatónar í bland við spennandi tilboð. Sjáumst í jólaskapi í Dorma
SMELLA HÉR TIL ÞESS AÐ SKRÁ YKKUR Á VIÐBURÐINN!
…skellum okkur beint í innlitið…
…en mér fannst alveg afskaplega margt fallegt í Dorma fyrir jólin núna…
…sjáið t.d. þessa hérna bakka/diska, sérstaklega fallegir í bæði gráu og svörtu…
…geggjaðir þegar það er búið að skreyta þá…
…ofsalega fallegir Hnotubrjótar, sérlega svipfríðir, og þessi tré – úfff mér finnst þau æði!
…falleg hreindýr og jólatré…
…og þarna á borðinu er líka geggjað stórt hreindýr…
…jólasveinar sitja á greinum, og meira af skreyttum bökkum – þessar lengjur eru líka æðislegar…
…gordjöss jólakúlur…
…fallegir litlir gullbambar…
…svo fallegar servéttur og jólabollar…
…ég elska burstatré og þessi eru æðisleg, og hér sjáið þið líka betur Hnotubrjótana…
…ok, þessir hérna eru æði – ég ætla að reyna að sýna þá á Insta hjá mér í dag…
…svo vitið þið hvað mér finnast jólatré falleg, og þessi hér – komin í þessa potta á fæti – LOVE IT!!!
…hreindýrakertastjakar, svo flottir…
…þessir kransar eru ekki að njóta sín nóg á myndinni en þeir eru svo sætir, til í fleiri stærðum og ég tók nokkra sem ég er að spá í að nota í eldhúsgluggann…
…bara töff…
…sætir jólakassar til þess að pakka í…
…og alls konar í rauðu…
…nóg af grænu og Búddum…
…allt flott, vasinn – blómin – og servétturnar…
…þannig að þið sjáið að það er margt spennandi til – hlakka til að sjá ykkur vonandi sem flest í kvöld! ♥