…eins og gefur að skilja þá fylgir mikilli vinnutörn minni heimavera. Það sem gerist þá er að mér finnst allt húsið mitt fá “ljótuna” og ég fer að þrá það að hreyfa allt til hérna heima og finna því nýjan stað. Bara svona til þess að koma smá hreyfingu á húsið, hreyfingu á orkuna hérna inni. Fyrsta skref er því alltaf, að tæma út af borðum og bekkjum…
…svo er bara að stilla upp og leika sér svoldið. Mér finnst t.d. nauðsynlegt að kveikja á kertum jafnóðum, eru einhverjir sem þekkja það – maður þarf alltaf að klára eitt zone og gera stemmingu. Þetta var fyrsta uppröðun – hún átti eftir að breytast…
…við erum með parket á öllu alrýminu sem ég er mjög ánægð með, en þið þekkið mig nú það vel að þið vitið að ég á það til að þrá smá tilbreytingu…
…um daginn rak ég augun í að það voru að koma geggjaðar vinylmottur í Húsgagnahöllina (smella hér), og mig langaði svo að prufa pínu svona uppbrot. Mamma mia, ég varð ekki fyrir vonbrigðum…
Mottan heitir: Beija Mountain vinylmotta (80x195cm) – Húsgagnahöllin
…ég er að elska hvað þetta breytir ótrúlega miklu, bara svona smábreyting sem byltir umhverfinu og hlutunum í kringum sig…
…og burtu frá kertaljós og kvöldbirtu…
…og skoðum þetta allt saman í dagsbirtunni…
…hér sést enn betur hvað litirnir eru krispý og flottir, og þar sem þetta er vinyl þá er lítið mál að þurrka bara með blautum klút ef eitthvað sullast niður, og auk þess er mjög mjúkt að standa á þessu við vaskinn…
…ég er alveg að elska þetta sko – þarf svo reglulega á svona pick-me-up að halda…
…og svo er komin smá svona meiri haustfílingur í eldhúsið, og við erum að verða tilbúnar að rúlla okkur yfir í vetrar/jólagírinn…
…mér finnst alltaf möst að vera eitthvað fallegt á eyjunni, það gerir bara svo mikið fyrir mig, og þessir stjakar eru í svo miklu uppáhaldi (frá Myrkstore.is)…
…svo er gamli góði þriggja hæða bakkinn kominn í eldhúsgluggann, en hann var keyptur í USA fyrir nokkrum árum…
…og smá svona verið að létta á öllu, áður en við skellum jólagír yfir þetta allt…
…borðið endaði svona, með blandi í poka. Vasinn frá Rúmfó, diskur á fæti frá Fakó/Salt, en minni diskur á fæti og diskamottur frá Húsgagnahöllinni…
…séð yfir í eldhúsið, eða á skápinn góða…
…ég fann síðan þetta kerti í Dorma og fannst lyktin góð, og plús að þetta var eitthvað svo mikið októberkerti svona í pumpkin-fíling (smella hér)…
…plús að það er bara ansi kjút svona inn í eldhúsið…
…er líka svona stór kveikurinn þannig að það logar mjög skemmtilega, ef svo má segja um kerti…
…sko bara, smellpassar…
…annars er ég farin að hugsa um að sækja jólakassana, þið vitið – þessa 200 sem eru uppi á lofti 🙂
…en ég held samt að mitt uppáhalds er mottan, hvað segir þú?
Flott þessi motta er hun í heilu eða samansett úr nokkrum flisum og hvar fæst hún?
Mottan er frá Húsgagnahöllinni og heitir Beija Mountain vinylmotta (80x195cm) – er í einu lagi!