Mjólkurbúið á Selfossi…

…var sótt heim um daginn, en við vinkonurnar fórum í smá skottúr, kíktum í Motivo (sjá hér) og fengum okkur gott að borða í mathöllinni. Svo þegar því lauk þá þurftum við að gefa okkur tíma til þess að rölta um þetta dásamlega hús og skoða smá. Þetta hlýtur að teljast ein best heppnaða hús á landinu – það sem þetta er fallegt.

Smella hér til þess að skoða heimasíðu Mjólkurbúsins…

.Mjólkurbúið á Selfossi er sannkallað matarmenningarhús. Átta veitingastaðir, tveir barir og skyrsýning í 1.500 fermetra rými með sæti fyrir yfir 300 manns.

*Texti fengin af heimasíðu Mjólkurbúsins

Hönnun sem sækir innblástur í liðna tíma

Hönnun spilar lykilhlutverk í upplifun gesta. Hálfdán Pedersen er hönnuður Mjólkurbúsins og er innblástur sóttur víða, m.a. í verk Guðjóns Samúelssonar, arkitekt hússins.

*Texti fengin af heimasíðu Mjólkurbúsins

…á neðstu hæðinni skoðum við svo Skyrsýninguna, og ég get ekki annað en mælt með henni – sérstaklega fyrir krakkana – þó að við höfum skemmt okkur konunglega…

…svo margt að skoða…

…og enn meira að upplifa, en þið sjáið t.d fljótandi kassann þarna – maður fer undir og stingur hausnum inn í og upplifir og skynjar íslenskt sumar…

…á vegginum þarna hægra megin á myndinni sjáið þið lítið hús…

…ef við kíkjum inn í húsin, þá sjáið þið inn í þessa dásamlegu burstabæi, en þetta er svo ótrúlega fallegt…

…hér má finna ilminn af náttúru Íslands…

…og hér er undrið sem er kveikjan að þessu öllu:

Kýrin Auðhumla á sér hliðstæðu í íranskri goðafræði. Hún er tákn fyrir frjósemina, og nafn hennar merkir hin mjólkurríka kollótta kýr. Fjórar mjólkurár renna úr spenum hennar. Slíkar hugmyndir eru algengar og tengjast fjórum höfuðáttum. Kýr eru nátengdar frjósemisgyðjum í mörgum trúarbrögðum.

Heimild

Píanóbar uppi í risi

Uppi í risi verður vín- og kokteilbar þar sem kunnáttufólk í píanóleik mun fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, með útsýni að Ingólfsfjalli öðru megin og yfir Brúartorgið nýja hinum megin. 

*Texti fengin af heimasíðu Mjólkurbúsins

…og enn pg aftur, svo fallegt og mikill klassi yfir þessu. Einhvern vegin algjörlega tímalaust, en samt eins og þetta hafi verið þarna endalaust…

…svo flott að sjá þessar innréttingar, sem eru byggðar á gömlum fyrirmyndum og skemmtilegt hvernig glugganir eru inni í skápunum…

…gordjöss gólfið, rétt eins og allt hitt…

…þannig að ég er orðin eins og gömul plata, gerið ykkur ferð á Selfoss og upplifið þetta ♥

Það er þess virði, fyrir alla fjölskylduna ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

2 comments for “Mjólkurbúið á Selfossi…

  1. Valgerður
    29.09.2022 at 11:26

    Virkilega vel heppnað hús. Veistu hvað kostar inn á sýninguna og hvenær er opið? Finn ekki upplýsingar inná síðunni hjá þeim.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *