SkreytumHús-kvöldið 21.okt…

…var haldið í Rúmfó á Smáratorgi en hér koma nokkrar myndir af skreytingum og almennt bara kátu fólki. Yndisleg kvöld og ég er svo þakklát fyrir hvað þið voruð mörg sem komuð og það er alltaf jafn gaman að hitta ykkur…

…ég er alltaf hrifin af því að nota glærar seríur með til skreytinga…

…leyfði meira segja nokkrum rauðum skotthúfum að vera með núna…

…þessi bíll fæst í jólaþorpunum sem Rúmfó selur en mér finnst hann æði…

…kerti og gjafapokarnir sem voru gefnir…

…þetta borð var svona ekta ég, mikið af jólatrjám, hvítu og svörtu og dass af könglum…

…skemmtilegt að nota svona tveggja hæða bakka fyrir aðventukransinn, og lítið mál að nota bara ledkertin og númera þau…

…mér fannst líka æðislegt að nota sleðann fyrir jólaskreytingar, en þessi var ein vinsælasta varan þetta kvöld…

…kertastjakar og snúin ledkerti…

…þetta er svona skipulagstafla til þess að hengja á vegg, en mér finnst þetta líka svo sniðugt fyrir jólakúlur og almennt skraut. T.d. þar sem fólk hefur ekki vilja eða pláss fyrir jólatré en langar samt að hengja upp eftirlætisskrautið sitt…

…falllega hjólaborðið er líka snilld fyrir aðventukransa…

…káta fólkið, þessi Ívar minn er sko engum líkur!

…hér er lítið blómaborð sett á hvolf til þess að leika sér aðeins með bakkafíling…

…svo er enn hægt að koma við á Smáratorginu og skoða það sem er uppsett 🙂 Aftur ítreka ég þakklæti mitt til bæði ykkar og Rúmfatalagersins, en það er ótrúlega skemmtilegt að fá að standa að svona kvöldi fyrir ykkur, og fá að veita ykkur snilldartilboð og góð tilboð!

Þannig að bara: takk aftur fyrir mig og njótið helgarinnar ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “SkreytumHús-kvöldið 21.okt…

  1. Arndìs Hrund Guðmarsdòttir
    23.10.2021 at 10:24

    Allt svo dàsamlega fallegt❤ Vildi að ég hefði komist à Skreytum hùs kvöldið:-(

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *