…við erum lögð af stað á ný – 3.þáttaröðin og fyrsti þátturinn í loftið í dag. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn á Vísir.is og á Stöð2+.
Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 1 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!
og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn…
…í þættinum í dag hittum við hann Birgir Örn, eða Biggi lögga eins og hann er betur þekktur.
En hann Biggi flutti í íbúð á völlunum í Hafnarfirði fyrir tveimur árum og var planið alltaf að búa til heimili fyrir sig og börnin hans tvö, en það hefur reynst honum þrautin þyngri. Húsgögnin voru valin í hvelli, og meira bara keypt notað og ódýrt, og átti alltaf að vera bráðabirgðalausn. Þannig að nú var komin tími á breytingar…
…íbúðin var grámáluð þegar hann flutti inn, og gólfið er með svörtum náttúruflísum…
…þegar ég fór og hitti Bigga var ég búin að skoða myndirnar af rýminu og var komin með óljósa mynd í kollinn af því hvernig rýmið átti að vera, þannig að ég setti upp moodboard áður, og deildi þeirri mynd með Bigga í heimsókninni.
Þegar lokaútkoman er skoðuð þá er ansi margt sem fékk að vera með í lokaútkomunni, en sumt breyttist á leiðinni. Ég setti inn þrjár mismunandi gerðir af stólum, því ég vildi að hann hefði valmöguleika. En allir eiga það sameiginlegt að vera með velúráklæði og koma því með mjúka áferð inn í rýmið, eitthvað sem er svo mikilvægt þegar að gólfið er “kalt”.
Fyrsta planið var líka að vera með hringborð, en þegar við Biggi ræddum saman þá kom í ljós að hann langaði að vera með gott borð sem hann gæti boðið mörgum til þess að sitja við, og við breyttum þá eftir þeim plönum. En sjálfri finnst mér mikilvægt að gera rýmin eftir því “lífi sem við viljum lifa”. Þannig að ef við viljum geta haft stór matarboð/spilakvöld, þá gerum við ráð fyrir því í plássinu sem við sköpum.
Ef þið skoðið myndina þá snýst þetta um að koma hlýleika inn, mildari litur á veggina – velúrstólar með fallegum litum, sófi í ljósum tón og með viðarfætur, mottur sem skapa kózýfíling…
Lokaútkoman af moodboard-i er svo þessi:
Listi
- Veggþiljur – Byko
- Veggsnagar – Byko
- Sandur á veggina – Slippfélagið
- Púði – Rúmfatalagerinn
- Teppi – Rúmfatalagerinn
- Veggkertastjakar – Húsgagnahöllin
- Sófi – Húsgagnahöllin
- Púði – Rúmfatalagerinn
- Skemill – Dorma
- Vasi – Húsgagnahöllin
- Motta – Húsgagnahöllin
- Sófaborð – Dorma
- Vasi – Rúmfatalagerinn
- Skrautgreinar – Rúmfatalagerinn
- Budda stjaki – Dorma
- Skenkur – Rúmfatalagerinn
- Hægindastóll – Húsgagnahöllin
- Borðstofustólar – Rúmfatalagerinn
- Hilla – Dorma
- Glerkrukkur – Byko
- Led kerti – Rúmfatalagerinn
- Borðhilla – Rúmfatalagerinn
- Kaffibollar – Byko
- Borðstofuborð – Rúmfatalagerinn
- Stækkanir fyrir borð – Rúmfatalagerinn
- Bakki – Byko
- Gardínur – Rúmfatalagerinn
- Eldhúsvagn – Dorma
- Brauðbretti – Rúmfatalagerinn
- Karfa – Rúmfatalagerinn
…fyrst af öllu var að finna hlýrri og mildari lit inn í rýmið. Vildum vera með einhvern lit sem væri frekar hlutlaus, en samt hlýr og notalegur. Fyrir valinu varð Sandur, en hann er einstaklega fallegur. Mér finnst alltaf pínulítið eins og sólin skíni stöðugt inn í rýmin þar sem hann er. Það er ekki af ástæðulausu að Sandurinn er búinn að vera einn af vinsælustu litunum í Slippfélaginu í öll þessi ár…
…þegar það er búið að velja litinn, þá þarf að ákveða hvað verður málað og í þessi tilfelli er þetta alrými sem flæðir allt saman: stofa, eldhús, gangur og því ekki annað í stöðunni en að mála allt. Þá dettum við í að skoða betur sundlaugaflísarnar sem eru í eldhúsinu, eins og hann Biggi kallaði þær 🙂
Það sem ég vildi ólm gera í eldhúsinu var að taka burtu þennan eins staka skáp sem var festur í hornið og var pínu svona einmanna og týndur þar. Eftir að skoða plássið sem í boði var, þá sást að hann var ekki nýttur að neinu ráði og því var bara ákveðið að hann færi niður, og flísarnar – mér fannst bara snilld að gefa þeim meikóver með því að mála þær.
Þegar að flísar eru málaðar þá skiptir undirbúningsvinnan öllu máli og því fékk ég hann Garðar í Slippfélaginu til þess að mæta á svæðið og gefa okkur góð ráð og koma Bigga af stað í verkið sem framundan er. Þið getið síðan skellt ykkur hingað – inn á síðu Slippfélagsins – og þau ætla að gera ítarlegan póst yfir hvernig best er að vinna flísarnar og svo mála!
…það þurfti líka að taka burtu smá flísarönd sem kom upp undir skápnum og það er í raun bara dæmigert í svona framkvæmdum, það eru alltaf einhverjar hraðahindranir sem þarf að komast yfir….
…en það er líka snilld að eiga þennan valmöguleika að veita flísunum framhaldslíf, og með því að velja bara fallegan hvítan lit á þær, þannig að þær renna saman við borðplötuna – þá stækkuðum við rýmið svona sjónrænt séð. En hvíti liturinn heitir Mjallhvít og er einmitt í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu…
…þegar við vorum í miðjum klíðum þá smellti ég af nokkrum myndum, en þær sýna vel muninn á Sandinum við gráa litinn sem var fyrir – Sandur er vinstra megin en sá gamli er hægra megin…
…og það sést líka hvað litir eru oft “líkir” á myndum, því hér er sá gamli á fyrri myndinni en Sandur á seinni og þeir virka eins. En það sem skiptir máli er hversu mikið eldhúsið “stækkaði” við að mála flísarnar og losa burtu skápinn…
…það þarf oft ekki mikið til…
…en eigum við að tala um hvað viðarþiljurnar frá Byko breyttu öllu þarna inni. Þvílíka snilldin í rými þar sem vantar inn hlýleika og svo laga þær líka hljóðvistina svo um munar…
…vá mér finnst sjálfri svo gaman að sjá hvaða breyting verður þegar þessu er raðað saman. Þiljur á veggi og svo er það stór og flott motta, en Nirmal motturnar frá Húsgagnahöllinni fást í ólíkum mynstum, litum og útilit og þess hérna er geggjuð – Ben Silver í stærðinni 2x3m…
…mottan gefur okkur dásamlegan hlýjan grunn til þess að byggja stofuna upp frá auk þess sem hún afmarkar svæðið og það er alltaf skemmtilegt í svona alrýmum, að “zone-a” þetta niður…
…stæðsta húsgagnið þarna inn var tvímælalaust sófinn, enn hann er líka frá Húsgagnahöllinni og heitir Franklin. Þvílíka bjútíhúsgagnið…
…en það er sko ekki algengt að ég finni húsgagn sem er með svo mikið af djúsí púðum að ég þurfti nánast ekkert að bæta við, en það gerðist einmitt hérna…
…svo er áferðin á efnin svo geggjuð – gróft og mjúkt á sama tíma, og allt konar fallegir litatónar sem birtast í yrjunum, smá grænt og brúnt og bara, mmmmmmm nammi…
….þar sem sófinn er svona fremur stór og mikill, þá vildi ég borð sem væri ágætlega voldugt við. Þetta bakkaborð fékk ég í Dorma og mér finnst það alveg pörfekt við…
…vasinn fallegi á borðinu er frá Húsgagnahöllinni, og stráin eru frá sama stað…
…grænn litur varð fyrir valinu fyrir púða og aðra aukahluti, og í þennan dásamlega hægindastól frá Húsgagnahöllinni sem var alveg það sem vantaði þarna inn…
…en það var mikilvægt að hann væri líka fallegur í bakið, og svo er hann á snúningsfæti sem gerir hann svo upplagaðan í þetta pláss…
…púðarnir og teppið, sem er btw eftirlætisteppið mitt (á svona sjálf) eru frá Rúmfó…
…veggstjakarnir eru frá Húsgagnahöllinni, og í miklu uppáhaldi hjá mér…
…skenkurinn undir sjónvarpið er frá Rúmfó, og var akkurat mublan sem þarna þurfti. Fyrst var ég að spá í svarta hillu, en það gekk bara alls ekki upp þar sem hún “hvarf” bara í gólfið og svo kom svart sjónvarp ofan á, þannig að þetta rann alveg saman. Þessi skenkur er í sama viðartóni og panillinn og innréttingarnar, þannig að þetta er allt að tóna saman…
…stílhreinn og fallegur – svartar lappirnar gera það að verkum að manni finnst skápurinn nánast fljóta á veggnum. En svo verð ég líka að minnast á það að færa sjónvarpið úr stofunni, þannig að það var ekki bara svartur kassinn sem tók á móti manni þegar inn var komið – það breytti líka alveg heilmiklu…
…sjónvarpið er samt beint á móti sófanum og passar þessi staðsetning fínt fyrir þá sem vilja kúra í sófanum og horfa…
…þetta tekur nú meira á móti manni heldur en þegar sjónvarpið var bara beint af augum þegar komið var inn…
…á ganginn notuðum við sama bekkinn og sama spegilinn, en bættum við viðarpanil þar, snögum, mottu, loðgæru og púða…
…snagarnir gefa okkur séns á að leika smá með skreytingar á ganginum, en panillinn gaf okkur hlýleikan ásamt mottunni…
…við gættum þess að festa snagana á milli viðarspítanna, þannig að við skemmdum ekkert panilinn. Þá er auðvelt að fjarlægja þá ef maður vill. Bæði panillinn og snagarnar eru frá Byko…
…yfir í borðstofuna….
…borðið fallega heitir Skovlunde og er frá Rúmfó, og það er hægt að kaupa tvær stækkunarplötur með því, sem þýðir að hann er kominn með stórt borð sem getur fullt af fólki getur setið við…
…það er líka einstaklega fallegt og hlýlegt – sem er svoldið þemað í þessu öllu….
…þetta er sérstaklega fallegt saman og býður mann velkominn…
…við héldum áfram að nota græna litinn með og þessir dásamlegu mosagrænu stólar frá Rúmfó voru alveg pörfekt með restinni af rýminu…
…þetta er svo mildur og fallegur litur…
…stílhreint, en ljósið átti Biggi fyrir…
…vasinn og stráin eru frá Rúmfó…
…og svarti bakkinn finnst mér æðislegur, en hann er frá Byko…
…á leiðinni inn í eldhúsið kemur lítill svona barvagn/eldhúsvagn frá Dorma þar sem er hægt að leggja frá sér, nú eða nota þegar matarboð eru og keyra þá að borðinu. Auk þess er lítill skemill sem er frá Dorma líka og karfa frá Rúmfó sem geymir diskamotturnar…
…inn í “nýja” eldhúsið, en það er magnað hvað það breyttist mikið við málningu og að taka skápinn…
…svo eru það litlu hlutirnir, eins og trébrettin og þessi fallegi tvöfaldi bakki frá Rúmfó sem setja svip á þetta allt…
…hillan í eldhúsinu fæst bæði í Dorma og í Húsgagnahöllinni, en eins og þið sjáið – þá notaði ég bara lengri hillurnar og minni hilluberana…
…þessir bollar og skálar fengust í Byko, ég er að dýrka þá – svo flottir…
…sama með glerkrukkurnar, þær fást líka í Byko…
…gardínurnar og brautirnar eru frá Rúmfatalagerinum….
…og fæst þetta allt í Rúmfó:
Gardínurbrautir
Gardínubrautarplast
Krókar
Samsetning (þegar tengja þarf saman fleiri en eina braut)
Gardínubeygja fyrir brautina
Odell gardína
…nokkrar myndir til viðbótar…
…svo að lokum, skoðum nokkrar fyrir og eftir myndir hlið við hlið…
Takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu þínu elsku Biggi, ég vona að það komi til með uppfylla allt sem þið vilduð fá út úr hlýlegu heimili!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hvað heita þessar gardínur?
Það er beinn hlekkur hjá moodboard-inu:
https://www.rumfatalagerinn.is/search?search=odell
Svo vel heppnað😊